Áhrif kalks í kransæðum á greiningargildi TS-kransæðarannsóknar.

Þekkt er að kalk í kransæðum veldur truflunum í tölvusneiðmyndarannsókn (TS) sem torveldar mat á kransæðaþrengslum. Markmið rannsóknarinnar var að meta nánar áhrif kalks í kransæðum á greiningargildi 64 sneiða TS á kransæðum í íslensku þýði, með hjartaþræðingu sem viðmið. Þessi afturskyggna rannsókn...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Valdís Klara Gudmundsdóttir, Karl Andersen, Jónína Guðjónsdóttir
Other Authors: Myndgreiningardeild Landspítala, læknadeild Háskóla Íslands, hjartadeild Landspítala, Röntgen Domus, Domus Medica
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/302836
Description
Summary:Þekkt er að kalk í kransæðum veldur truflunum í tölvusneiðmyndarannsókn (TS) sem torveldar mat á kransæðaþrengslum. Markmið rannsóknarinnar var að meta nánar áhrif kalks í kransæðum á greiningargildi 64 sneiða TS á kransæðum í íslensku þýði, með hjartaþræðingu sem viðmið. Þessi afturskyggna rannsókn náði til 417 einstaklinga sem bæði höfðu komið í TS-kransæðarannsókn og hjartaþræðingu með 6 mánaða millibili. Einstaklingum var skipt eftir Agatston-skori (kalkmagn í kransæðum): [0], [0,1-10], [10,1-100], [100,1-400], [400,1-750] og [>750]. Hæfni TS-kransæðarannsóknar til að greina ≥50% kransæðaþrengingu var metin með hjartaþræðingu sem viðmið. Þá voru tengsl á milli Agatston-skors og ≥50% kransæðaþrengingar skoðuð. Alls voru rannsökuð 1668 kransæðasvæði í 417 einstaklingum (68,6% karlar og meðalaldur 60,2 ± 8,9 ár). Agatston-skor var að meðaltali 420 (spönn frá 0-4275). Næmi tölvusneiðmyndarannsóknar við greiningu ≥50% kransæðaþrengingar í kransæð var 70,1%, sértæki 79,9%, jákvætt forspárgildi 55,4% og neikvætt forspárgildi 88,2%. Neikvætt forspárgildi lækkaði úr 93,0% fyrir Agatston-skor núll og niður í 78,3% fyrir Agatston-skor ˃>750. Agatston-skor 363 spáði best fyrir um ≥50% kransæðaþrengingu með 49,6% næmi. Greiningargildi TS-kransæðarannsóknar er almennt gott með háu neikvæðu forspárgildi og sértæki. Kalk hefur töluverð áhrif á greiningargildið en neikvætt forspárgildi skerðist lítið fyrir Agatston-skor allt að 400. Agatston-skor er ekki gott til að spá fyrir um ≥50% kransæðaþrengingu í þessu þýði. Ekkert ákveðið Agatston-skor gildi fannst sem spáði fyrir um ónothæfa æðarannsókn með TS. Coronary artery calcium is known to complicate the evaluation of stenoses using computer tomography (CT). The aim of this study was to analyze the effect of coronary calcification on the diagnostic accuracy of CT coronary angiography in an Icelandic population. The study was a retrospective analysis of 417 consecutive subjects that underwent CT coronary angiography and subsequent conventional coronary angiography ...