Rof á hjarta eftir gangráðsísetningu - íslensk tilfellaröð.

Einn alvarlegasti fylgikvilli við gangráðsísetningu er þegar gangráðsvír rýfur gat á hjartað sem getur orsakað lífshættulega blæðingu. Lýst er 5 tilfellum sem greindust hér á landi á fjögurra ára tímabili. Farið var yfir sjúkraskrár allra sjúklinga sem greindust með rof á hjarta eftir gangráðsísetni...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Ingvar Þ Sverrisson, Jón Högnason, Halla Viðarsdóttir, Gizur Gottskálksson, Gunnar Þór Gunnarsson, Jón Þór Sverrisson, Tómas Guðbjartsson
Other Authors: Hjarta- og lugnaskurðdeild, hjartadeild Landspítala, lyflækningadeild Sjúkrahúss Akureyrar, læknadeild Háskóla Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/302675
Description
Summary:Einn alvarlegasti fylgikvilli við gangráðsísetningu er þegar gangráðsvír rýfur gat á hjartað sem getur orsakað lífshættulega blæðingu. Lýst er 5 tilfellum sem greindust hér á landi á fjögurra ára tímabili. Farið var yfir sjúkraskrár allra sjúklinga sem greindust með rof á hjarta eftir gangráðsísetningu á Landspítala og Sjúkrahúsi Akureyrar frá 1. janúar 2007 til 31. desember 2010. Könnuð var meðferð og afdrif þessara sjúklinga. Alls greindust 5 sjúklingar, þrjár konur og tveir karlar. Meðalaldur var 71 ár. Brjóstverkur var algengasta einkennið (n=4) en enginn sjúklinganna hafði einkenni um bráða hjartaþröng. Greining fékkst í öllum tilfellum með tölvusneiðmynd af brjóstholi eða ómskoðun af hjarta. Ekkert rof greindist við gangráðsísetningu en fjögur tilfelli greindust innan þriggja vikna eftir aðgerð. Hjá þremur sjúklinganna var blóð tæmt úr gollurshúsi í gegnum bringubeinsskurð, saumað yfir gatið og nýjum gangráðsvír komið fyrir. Hjá hinum tveimur voru gangráðsvírar dregnir án skurðaðgerðar og vélindaómun notuð til að fylgjast með blæðingu í gollurshús. Einn sjúklinganna lést á gjörgæslu vegna lungnabólgu en hinir fjórir lifðu fylgikvillann af og útskrifuðust af sjúkrahúsi. Rof á hjarta er hættulegur fylgikvilli sem mikilvægt er að hafa í huga hjá sjúklingum með brjóstverk eftir gangráðsísetningu. Perforation of the heart is a serious complication following pacemaker implantation that can cause life threatening bleeding and cardiac tamponade. Here we describe five cases that were diagnosed in Iceland during a four year period. This population-based case series includes five patients diagnosed with cardiac perforation following pacemaker insertion at Landspítali and Akureyri Hospital from January 1, 2007 to December 31, 2010. The mode of detection, treatment given and outcome were studied. Altogether five patients (mean age 71 years, three females) were diagnosed with cardiac perforation in Iceland during the study period, one in 2008 and four in 2009. Chest pain was the most common presenting symptom (n=4) ...