Sjónskerðing og blinda Reykvíkingar 50 ára og eldri. Reykjavíkuraugnrannsóknin.

Tímaritið Acta Ophthalmologica hefur gefið leyfi sitt fyrir tvíbirtingu þessa efnis. Það var birt áður í tveimur greinum: Gunnlaugsdottir E, Arnarsson A, Jonasson F. Prevalence and causes of visual impairment and blindness in Icelanders aged 50 years and older: the Reykjavík Eye Study. Acta Ophthalm...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Elín Gunnlaugsdóttir, Ársæll Már Arnarsson, Friðbert Jónasson
Other Authors: Augndeild Landspítala, Tilraunastofa í taugavísindum Háskólinn Akureyri, Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/302587
Description
Summary:Tímaritið Acta Ophthalmologica hefur gefið leyfi sitt fyrir tvíbirtingu þessa efnis. Það var birt áður í tveimur greinum: Gunnlaugsdottir E, Arnarsson A, Jonasson F. Prevalence and causes of visual impairment and blindness in Icelanders aged 50 years and older: the Reykjavík Eye Study. Acta Ophthalmol 2008; 86: 778-85. Gunnlaugsdottir E, Arnarsson A, Jonasson F. Five-year incidence of visual impairment and blindness in older Icelanders: the Reykjavík Eye Study. Acta Ophthalmol 2010; 88; 358-66. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna algengi, 5 ára nýgengi og orsakir sjónskerðingar og blindu miðaldra og eldri Reykvíkinga. Þátt tóku 1045 einstaklingar sem allir voru 50 ára eða eldri og valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Þátttakendur gengust undir nákvæma augnskoðun árið 1996 og 5 árum síðar var hún endurtekin hjá 846 sem þá voru á lífi. Sjónskerðing var skilgreind samkvæmt flokkun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem besta-sjónskerpa (með sjónglerjum ef þörf var á) á bilinu 3/60 til <6/18 eða sjónsvið sem nemur ≥5° en <10° umhverfis miðjupunkt. Sjónskerpa sem nemur minna en 3/60 telst til blindu. Könnuð var orsök sjóntapsins í öllum augum sem reyndust vera sjónskert eða blind. Algengi sjónskerðingar var 1,0% (95% öryggismörk 0,4-1,6) og blindu 0,6% (95% öryggismörk 0,1-1,0). Fimm ára nýgengi sjónskerðingar var 1,1% (95% öryggismörk 0,4-1,8) og blindu 0,4% (95% öryggismörk 0,0-0,8). Algengi sjónskerðingar meðal 60-69 ára þátttakenda var 0,6% en jókst upp í 7,9% þegar skoðaðir voru þátttakendur sem voru orðnir áttræðir eða eldri. Aldursbundin hrörnun í augnbotnum var helsta orsök sjóntaps, bæði við upphafs- og eftirfylgdarskoðun. Skýmyndun á augasteini var aðalorsök vægari sjónskerðingar. Helstu orsakir sjóntaps sem einskorðaðist við aðeins eitt auga voru latt auga og skýmyndun á augasteini. Algengi og 5 ára nýgengi sjónskerðingar og blindu eykst með aldri. Aldursbundin hrörnun í augnbotnum var helsta orsök alvarlegs sjóntaps en skýmyndun á augasteini var algeng orsök vægari sjónskerðingar. The ...