Hjartaþelsbólga á Íslandi 2000-2009. Nýgengi, orsakir og afdrif

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full text Tilgangur: Þjóðfélagsbreytingar síðustu áratuga, aukið langlífi, lægri tíðni gigtsóttar og aukinn fjöldi sjúklinga með gervilokur hefur breytt sjúkdómsmynd hjartaþelsbólgu umtalsv...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Elín Björk Tryggvadóttir, Uggi Þórður Agnarsson, Jón Þór Sverrisson, Sigurður B. Þorsteinsson, Jón Vilberg Högnason, Guðmundur Þorgeirsson
Other Authors: Landspitali The National University Hospital, Reykjavík, Iceland. Faculty of Medicine, University of Iceland, Reykjavik, Iceland
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/222092
Description
Summary:Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full text Tilgangur: Þjóðfélagsbreytingar síðustu áratuga, aukið langlífi, lægri tíðni gigtsóttar og aukinn fjöldi sjúklinga með gervilokur hefur breytt sjúkdómsmynd hjartaþelsbólgu umtalsvert. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna nýgengi, orsakir og afdrif sjúklinga með sjúkdóminn á Íslandi og meta breytingar sem orðið hafa frá 1975-1985. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og nær til allra sjúklinga sem greindust með hjartaþelsbólgu á Íslandi árin 2000-2009. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám. Niðurstöður: Á tímabilinu greindust 88 tilfelli hjartaþelsbólgu (71% karlar, meðalaldur 59 ár) og er nýgengi sjúkdómsins 2,97/100 þúsund íbúa/ár. Í 40% tilfella var sýking í míturloku, í 31% í ósæðarloku og í 10% í þríblöðkuloku. Í 22% tilfella var sýking í gerviloku. Algengustu bakteríurnar voru streptókokkar (33%), stafýlókokkar (25%) og enterókokkar (16%) en ræktun var neikvæð í 9 tilfellum (10%). Gripið var til lokuaðgerðar í 16 tilfellum (18%). Tólf sjúklingar létust í legu (14%) og þrír greindust við krufningu. Eins árs lifun reyndist vera 77% og 5 ára lifun 56,6%. Ályktun: Nýgengi hjartaþelsbólgu er lágt hér á landi samanborið við erlendar rannsóknir. Frá árunum 1976-1985 hefur hlutfall sprautufíkla með sjúkdóminn aukist og sýkingum í gervilokum fjölgað. Bakteríuflóran hefur lítið breyst, sýkingar af völdum streptókokka voru algengastar, gagnstætt því sem sést í öðrum þróuðum löndum þar sem S. aureus er orðinn algengari. Lokuaðgerðum er sjaldnar beitt hér en víða erlendis. Dánartíðni reyndist lægri en á árunum 1976-1985 og eins árs lífshorfur góðar samanborið við erlendar rannsóknir. INTRODUCTION: The objective of this study was to analyze the incidence, clinical features, microbiology and prognosis of patients with infective endocarditis (IE) in Iceland, and to compare the results with a previous study made in Iceland 1976-85. MATERIAL AND METHODS: A retrospective study including all ...