Notkun metýlfenídats fyrir börn með ofvirkni [ritstjórnargrein]

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open þessu tölublaði Læknablaðsins birtist áhugaverð grein um þróun notkunar metýlfenídats fyrir börn með ADHD á Íslandi á tímabilinu 1989-2006. Höfundar koma einnig að niðurstöðum rannsakenda í öðrum löndum....

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Lauth, Bertrand
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2008
Subjects:
Lyf
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/18173
Description
Summary:Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open þessu tölublaði Læknablaðsins birtist áhugaverð grein um þróun notkunar metýlfenídats fyrir börn með ADHD á Íslandi á tímabilinu 1989-2006. Höfundar koma einnig að niðurstöðum rannsakenda í öðrum löndum. Þessi grein er þarft innlegg í umræðu sem er einatt lituð tilfinningum og áberandi fyrirsögnum. Hinn 13. nóvember sl. birti dagblaðið 24 stundir til að mynda forsíðufrétt með áberandi fyrirsögn: "Segja lyfjagjöf við ofvirkni gagnslausa". Blaðið fjallar þar um niðurstöður bandarískrar langtímarannsóknar á meðferð athyglisbrests með ofvirkni eftir að breska ríkissjónvarpið BBC hafði frumsýnt heimildarmynd um rannsóknina daginn áður. Þessi þekkta langtíma rannsókn sem vísað var til ber vinnuheitið MTA (The Multimodal Treatment Study of Children with ADHD) og hófst árið 1999. Niðurstöður hennar hafa haft mikil áhrif á barnageðlækna víða um heim. Yfir 600 börnum hefur verið fylgt eftir til lengri tíma en almennt tíðkast og áhrif lyfjameðferðar hafa verið borin saman við áhrif atferlismeðferðar og annarra úrræða eins og foreldrafræðslu, stuðnings og ráðgjafar í skóla. Niðurstöðurnar hafa verið kynntar víða um heim og þar til nú hafa allir höfundar verið sammála um það að lyfjameðferð með örvandi lyfjum hafa borið árangur til lengri tíma og sé einnig örugg fyrir börn.