Klínísk framgangskerfi í hjúkrun og tengsl þeirra við starfsþróun

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Framgangskerfi til að ákvarða laun hjúkurnarfræðinga á Íslandi hefur nú verið notað frá árinu 1998. Nokkur reynsla er því komin á þá aðferð við að ákvarða laun. Við endurskoðun framgangskerfis hjúkrunarf...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Helga Bragadóttir, Lilja Stefánsdóttir
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga 2008
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/15999
Description
Summary:Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Framgangskerfi til að ákvarða laun hjúkurnarfræðinga á Íslandi hefur nú verið notað frá árinu 1998. Nokkur reynsla er því komin á þá aðferð við að ákvarða laun. Við endurskoðun framgangskerfis hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Landspítala-háskólasjúkrahúsi árið 2005 var sjónum beint að hlutverki framgangskerfa sem starfsþróunaraðferðar en ekki eingöngu aðferðar til launaröðunar. Komu fram ábendingar frá notendum kerfisins um að í raun væri upplagt að nota það við árleg starfsmannaviðtöl og sem viðmið og aðferð til starfsþróunar. Með þetta í huga var gerð úttekt á nýlegum heimildum um klínísk framgangskerfi hjúkrunarfræðinga og starfsþróun hjúkrunarfræðinga. Heimilda var aflað með leit í gagnagrunnum CINAHL og Medline og á veraldarvefnum þar sem lykilleitarorðin voru clinical ladder og career development. Heimildir leiddu í ljós tengsl framgangskerfa og starfsþróunar hjúkrunarfræðinga. Tilgangurinn með þessum skrifum er að gera grein fyrir þessum tengslum og beina þannig sjónum hjúkrunarfræðinga að því að framgangskerfi er ekki eingöngu aðferð til að ákvarða laun heldur líka og e.t.v. öðru fremur starfsþróunaraðferð. Rakin er stuttlega saga klínískra framgangskerfa hjúkrunarfræðinga á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík og fjallað um hugmyndafræðina að baki framgangskerfum, tilgang þeirra og uppbyggingu og tengsl framgangskerfa og starfsþróunar.