Tengsl þunglyndiseinkenna og foreldrastreitu við þriggja mánaða aldur barns við heilsufar, félagslegra stöðu og líðan kvenna á meðgöngu

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Í þessari grein er fjallað um rannsókn sem framkvæmd var á Heilsugæslustöðinni á Akureyri í þeim tilgangi að reyna að vapa ljósi á það hvort upplýsingar sem safnað er á meðgöngu kvenna hafi tengsl við fæ...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Sigfríður Inga Karlsdóttir, Hjálmar Freysteinsson, Sigríður Sía Jónsdóttir, Margrét Guðjónsdóttir
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Ljósmæðrafélag Íslands 2007
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/13982
Description
Summary:Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Í þessari grein er fjallað um rannsókn sem framkvæmd var á Heilsugæslustöðinni á Akureyri í þeim tilgangi að reyna að vapa ljósi á það hvort upplýsingar sem safnað er á meðgöngu kvenna hafi tengsl við fæðingarþunglyndiseinkenni og foreldrastreitu við þriggja mánaða aldur barna. Í þeim hluta rannsóknarinnar sem greint er frá hér voru gögn sem safnað var á meðgöngu þeirra kvenna sem svöruðu lýðbreytulista, Edinborgarþunglyndisog foreldrastreitukvarða við þriggja mánaða aldur barns, keyrð saman við gögn sem safnað hafði verið á meðgöngu þeirra. Þeim gögnum hafði verið safnað í þeim tilgangi að meta þjónustuþörf þeirra í mæðra- og ungbarnavernd og tengdust meðal meðal annars félagslegar aðstæður, líkamlega- og tilfinningalega líðan og bakgrunni og bernsku þeirra. Af þeim 152 konum sem svöruðu spurningalistum um þunglyndiseinkenni og foreldrastreitu þegar þær komu í ungbarnavernd með þriggja mánaða gömul börn sín á meðan á gagnasöfnun stóð, lágu fyrir upplýsingar úr mæðraverndinni um viðtöl við 99 konur. Þegar tíðni þunglyndiseinkenna þessara 99 kvenna eru borin saman við þunglyndiseinkenni frá öllum 152 konunum sem svöruðu við þriggja mánaða aldur barna þeirra kom í ljóst að tíðni mikilla þunglyndiseinkenna (≥ 12 stig á EPDS) er nánast hin sama hjá þessum 99 konum, það er 15,8% og þeim sem áttu ekki upplýsingar frá meðgöngu og höfðu ekki fengið þjónustu eftir þjónustumat hvorki í mæðra- né ungbarnavernd, þ.e. 16,2%. Tíðni foreldrastreitu (≥ 75 stig ) er hins vegar verulega lægri í hópnum þar sem hægt var að tengja niðurstöður við upplýsingar á meðgöngu, þ.e. 12,1% borið saman við 16,9% í hópnum öllum (n=148). Tíðni foreldrastreitu í hópnum sem fékk ekki þjónustumat í upphafi meðgöngu (n=49) er 26,5%, eða rúmlega tvöfalt hærri en í þeim hóp sem átti upplýsingar úr mæðraverndinni. Þau atriði sem höfðu marktækta fylgni, SM<0,05 (symmetric measures) við þunglyndiseinkenni eftir barnsburð eru að almennu heilsufari sé ...