Andleg líðan kvenna á Akureyri eftir fæðingu : þunglyndiseinkenni og foreldrastreita við þriggja mánaða aldur barns

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Margar konur upplifa mikið álag þegar þær verða mæður og fjölmargar rannsóknir sýna fram á að og foreldrastreita er fylgifiskur þessa mikla álags. Segja má að rannsóknin sem kynnt er hér sé þríþætt. Í þe...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Sigfríður Inga Karlsdóttir, Hjálmar Freysteinsson, Sigríður Sía Jónsdóttir, Margrét Guðjónsdóttir
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Ljósmæðrafélag Íslands 2007
Subjects:
Psi
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/13981
Description
Summary:Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Margar konur upplifa mikið álag þegar þær verða mæður og fjölmargar rannsóknir sýna fram á að og foreldrastreita er fylgifiskur þessa mikla álags. Segja má að rannsóknin sem kynnt er hér sé þríþætt. Í þessari grein verður fjallað um fyrsta hluta hennar en þær niðurstöður fjalla um tíðni fæðingarþunglyndieinkenna og foreldrastreitu á þjónustusvæði Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri. Í öðrum hluta rannsóknarinnar er fjallað um hvaða þættir sem skráðir eru á meðgöngu kvennanna hafa tengsl við foreldrastreitu og fæðingarþunglyndiseinkenna. Í þriðja hluta rannsóknarinnar er könnuð upplifun kvenna af því að fá fæðingarþunglyndi. Í þessum fyrsta hluta rannsóknarinnar var tilgangurinn að kanna tíðni fæðingarþunglyndiseinkenna og streitu stiga hjá konum með þriggja mánaða gömul börn. Rannsóknarsnið er megindlegt, lýsandi, þar sem spurningalistar voru notaðir til að afla gagna. Rannsóknarúrtak voru 235 konur sem komu með börn sín í þriggja mánaða skoðun í ungbarnavernd Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri og var svarhlutfall 65%. Við gagnasöfnun voru notaðir þrír listar; lýðbreytulisti, Edinborgar-þunglyndiskvarðinn (EDPS) og foreldrastreitukvarði (PSI/SF). Niðurstöður sýndu að meirihluti kvennanna eða 67% mældust með ≤9 stig, um 17% mældust með 9- 11 stig og um 16% kvennanna mældust með ≥12 stig á EPDS. Varðandi foreldrastreitu þá kom fram að um 17% þátttakenda greindust með ≥ 75 stig sem talið er vera mikil foreldrastreita. Sú breyta sem hafði marktæka (p<0,05) fylgni við þunglyndiseinkenni var menntun (p=0,039) en þær breytur sem höfðu marktæka fylgni við streitustig voru aldur (p=0,022) og hvort þær væru frumbyrjur eða fjölbyrjur (p=0,013). Fjörutíu og þrjú prósent þátttakenda sem mældust með ≥12 stig á EDPS mældust einnig með ≥75 streitustig. Many women experience high emotional pressure when they become mothers and many studies have shown that post partum depression symptoms and parental stress develops as result of ...