Langvinn lungnateppa : hinn duldi faraldur [ritstjórnargrein]

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Langvinn lungnateppa, ásamt æðasjúkdómum og lungnakrabbameini, er einn meginfylgikvilli reykingamanna en jafnframt sá sem minnst hefur verið í sviðsljósinu. Það var ekki fyrr en um miðja síðustu öld að s...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Óskar Einarsson
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2007
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/12899
Description
Summary:Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Langvinn lungnateppa, ásamt æðasjúkdómum og lungnakrabbameini, er einn meginfylgikvilli reykingamanna en jafnframt sá sem minnst hefur verið í sviðsljósinu. Það var ekki fyrr en um miðja síðustu öld að sjúkdómnum var fyrst lýst í þeirri mynd sem nú hefur haldist: langvinnrar berkjubólgu og lungnaþembu (1). Undir lok síðustu aldar hófst gullvinna GOLD: Global Initiative of Obstructive Lung Disease. Þannig voru skilgreiningar og alþjóðaleiðbeiningar um greiningu og meðferð langvinnrar lungnateppu samhæfðar (2). Margt benti til að hér væri á ferðinni eitt af helstu heilbrigðisvandamálum nútímans, en upplýsingar skorti varðandi umfang sjúkdómsins. Því var hrundið af stað alþjóðlegri vinnu við að kortleggja algengi sjúkdómsins undir því djarfa nafni BOLD: Burden of Obstructive Lung Disease. Niðurstöður íslenska hluta BOLD-rannsóknarinnar líta nú dagsins ljós í Læknablaðinu (3).