Reglugerðir og not S-merktra lyfja á sjúkrahúsum [ritstjórnargrein]

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Árið 2001 tók gildi ný reglugerð varðandi svokölluð S-merkt lyf. Þau voru skilgreind sem lyf er eingöngu ætti að nota á eða í tengslum við sjúkrahús vegna sérhæfðrar meðferðar sjúklinga sem krefðist sérf...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigurður Böðvarsson
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2007
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/12439
Description
Summary:Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Árið 2001 tók gildi ný reglugerð varðandi svokölluð S-merkt lyf. Þau voru skilgreind sem lyf er eingöngu ætti að nota á eða í tengslum við sjúkrahús vegna sérhæfðrar meðferðar sjúklinga sem krefðist sérfræðiþekkingar eða sérstaks eftirlits sérfræðinga á sjúkrahúsum. Einnig voru í flokkinn sett ný og dýr lyf sem kröfðust fyrrnefndar sérfræðiþekkingar og loks var þess getið að um notkun þessara lyfja skyldi fara samkvæmt klínískum leiðbeiningum. Við breytinguna var flutt til fjármagn frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) til Landspítala og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri vegna kostnaðar við notkun lyfjanna. Ýmsir vöktu á því athygli á þessum tíma að með þessari ráðstöfun væri sjúklingum mismunað eftir sjúkdómum. Ákveðnir sjúklingahópar fengju lyf sín greidd eftir sem áður af TR en eftir breytinguna ættu aðrir sjúklingahópar það undir fjárhagsgetu spítalanna hverju sinni hvort og þá hvaða lyf stæðu þeim til boða. Langvarandi fjárhagsvandi og niðurskurður á sjúkrahúsum var mönnum ekki að ástæðulausu áhyggjuefni í þessu tilliti. Þá var vakin athygli á því að í fæstum tilvikum ættu hlut að máli sjúklingar sem væru inniliggjandi á sjúkrahúsunum, heldur væri hér um göngudeilda- eða svokallaða ferli-sjúklinga að ræða sem þyrftu ekki endilega að sækja læknismeðferð sína til sjúkrahúsa.