Þýðing og staðfærsla sálfræðilegra prófa

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Þýdd og óstöðluð sálfræðileg próf og kvarðar eru algeng í klínísku starfi hérlendis. Eigi að síður eru litlar eða engar upplýsingar um hvernig staðið hefur verið að þýðingu og staðfærslu þeirra og hverji...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Einar Guðmundsson
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Sálfræðingafélag Íslands 2007
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/11992
Description
Summary:Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Þýdd og óstöðluð sálfræðileg próf og kvarðar eru algeng í klínísku starfi hérlendis. Eigi að síður eru litlar eða engar upplýsingar um hvernig staðið hefur verið að þýðingu og staðfærslu þeirra og hverjir próffræðilegir eiginleika þeirra eru. Skortur á upplýsingum um þessi atriði er alvarlegur, þegar hagsmunir skjólstæðinga sálfræðinga eru hafðir í huga. Mikil þörf er á einhverjum viðmiðum, reglum eða leiðbeiningum, um hvaða lágmarksskilyrði tiltekið matstæki þarf að uppfylla til að notkun þess í klínísku starfi, í formlegu eða óformlegu samhengi, geti talist fagleg og siðleg. Megintilgangur þessarar greinar er að fjalla um slík viðmið. í greininni eru sett fram níu viðmið til að meta hvort tiltekið sálfræðilegt próf eða kvarði geti talist þýtt og staðfært. Færð eru rök fyrir því að einungis þegar þýðing og staðfærsla á tilteknu matstæki hefur verið unnin að lágmarki í samræmi við þessi viðmið og gögn verið birt á viðeigandi vettvangi sé réttlætanlegt að tala um að þýdd og staðfærð útgáfa matstækisins sé til. Af því leiðir jafnframt að einungis er faglega og siðlega réttlætanlegt að nota óstaðlaða útgáfu prófs eða kvarða í klínísku starfi þegar þýðing og staðfærsla þess hefur verið unnin í samræmi við öll viðmiðin níu. Þá er miðað við að það sé metið svo, á grundvelli raunvísra gagna, að það sé betra að nota óstaðlað, þýtt og staðfært matstæki, fremur en að nota það ekki. Lokatakmark allra þýðinga og staðfærslna sálfræðilegra prófa og kvarða hlýtur þó að vera stöðlun þeirra.