Öryggi sjúklinga í heilbrigðisþjónustu á Íslandi [ritstjórnargrein]

Neðst á síðunni er að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open „Íslensk heilbrigðisþjónusta er með því besta sem til þekkist“, og önnur hliðstæð ummæli er það sem allir vilja helst heyra þegar heilbrigðisþjónustu hér á landi ber á góma. Fagfólk og stjórnendur heilbrigðis...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Leifur Bárðarson
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2007
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/11899
Description
Summary:Neðst á síðunni er að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open „Íslensk heilbrigðisþjónusta er með því besta sem til þekkist“, og önnur hliðstæð ummæli er það sem allir vilja helst heyra þegar heilbrigðisþjónustu hér á landi ber á góma. Fagfólk og stjórnendur heilbrigðisþjónustunnar svo og almenningur gengur út frá því að þjónustan sé góð og jafnframt sjálfkrafa örugg. Þess vegna brá öllum í brún þegar skýrsla Institute of Medicine (IOM), To Err is Human var birt árið 1999. Í þeirri skýrslu kom fram að ætla mætti að 44.000-98.000 einstaklingar í Bandaríkjunum létu lífið árlega af völdum óvæntra skaða eða atvika sem urðu við meðferð á sjúkrahúsum í Bandaríkjunum (1). Fyrstu viðbrögðin voru skiljanlega undrun en einnig vantrú á að þetta ætti við rök að styðjast. Á þeim tíma sem liðinn er frá birtingu þessar skýrslu hafa augu fólks opnast fyrir þessum staðreyndum því Danmörk, Bretland, Ástralía og Nýja Sjáland hafa beitt sömu aðferðafræði og notuð var við rannsókn IOM og komist að hliðstæðum niðurstöðum (2, 3). Þannig er nú almennt talið að eitthvað fari úrskeiðis við meðferð tíunda hvers sjúklings sem kemur á sjúkrahús (3).