Lækkun á tíðni tannátu í fullorðinstönnum hjá börnum og unglingum á Íslandi

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open) Tilgangur rannsóknarinnar var að mæla tíðni tannátu meðal 6, 12 og 15 ára barna og unglinga á Íslandi. Rannsóknin hófst árið 1986 og var endurtekin 1991 og 1996. Með aðstoð frá Hagstofu Íslan...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigfús Þór Elíasson
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Tannlæknafélag Íslands 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/117425
Description
Summary:Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open) Tilgangur rannsóknarinnar var að mæla tíðni tannátu meðal 6, 12 og 15 ára barna og unglinga á Íslandi. Rannsóknin hófst árið 1986 og var endurtekin 1991 og 1996. Með aðstoð frá Hagstofu Íslands og Félagsvísindastofnunar HÍ, voru rannsóknarsvæði ákvörðuð (Stratified Cluster Sampling) og þátttakendur valdir með slembiúrtaki úr skólaskýrslum. Fjöldi skoðaðra var 2578 árið 1986, 2896 árið 1991 og 2950 árið 1996. Tannskoðun fór fram í grunnskólum í færanlegum tannlækningastól með ljósi og kanna. Rannsóknin var gerð í samræmi við staðlaða aðferð WHO, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, og röntgenmyndir ekki teknar. Sami tannlæknir skoðaði börnin í öllum þremur könnunum og sami aðstoðarmaður sá um skráningu. Tannátustuðull fullorðinstanna, DMFS, hjá 6 ára börnum var 1,3 árið 1986, 0,5 árið 1991 og 0,1 árið 1996, sem er 92% lækkun. Hjá 12 ára börnum reyndist DMFT og DMFS vera 6,6 og 10,7 árið 1986,3,4 og 5,5 árið 1991 og 1,5 og 2,3 árið 1996, sem er 77% lækkun. Hlutfall 12 ára barna með alveg heilar fullorðinstennur jókst úr 3,6% árið 1986 í 47,5% árið 1996. Hjá 15 ára var DMFT og DMFS 11,1 og 20,0 árið 1986, 7,3 og 13,2 1991 og 3,1 og 5,1 árið 1996, sem er rúmlega 74% lækkun. Árið 1986 voru aðeins 1% 15 ára unglinga með allar tennur heilar, en 26% 1996. Skorufyllur hjá 12 ára jukust úr 1,1 að meðaltali árið 1986, í 5,3 árið 1996, og hjá 15 ára úr 0,7 árið 1986, í 3,9 1996. Auknar forvarnir, notkun flúors og skorufyllur eru líklegar ástæður fyrir þessari miklu lækkun á tannátutíðni. The aim of this survey was to evaluate the dental caries prevalence of 6, 12 and 15 year old children in Iceland. The survey was initiated in 1986 and repeated 1991 and 1996. With help from the Icelandic Statistical Bureau, representative examination sites were selected with a stratified approach and the sample then selected from school records. Dental examinations were performed in schools according to WHO criteria, without ...