Upplýsingahegðun Íslendinga varðandi heilsueflingu

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open) Tilgangur: Að rannsaka upplýsingahegðun Íslendinga á sviði heilsu og lífsstíls sem og heilsuhegðun þeirra. Efniviður og aðferðir: Notað var 1.000 manna slembiúrtak frá Þjóðskrá á aldrinum 18...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ágústa Pálsdóttir
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/117285
Description
Summary:Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open) Tilgangur: Að rannsaka upplýsingahegðun Íslendinga á sviði heilsu og lífsstíls sem og heilsuhegðun þeirra. Efniviður og aðferðir: Notað var 1.000 manna slembiúrtak frá Þjóðskrá á aldrinum 18 til 80 ára. Gagna var aflað með póstkönnun vorið 2007, svarhlutfall var 47%. Klasagreining (k-meðalgildisaðferð) var notuð til að skipta þátttakendum í fjóra klasa: óvirkir, miðlungsóvirkir, miðlungsvirkir og virkir, út frá því hversu oft þeir leituðu upplýsinga um heilsu og lífsstíl af ásetningi í 22 heimildum. Heimildirnar voru flokkaðar í fjóra upplýsingamiðla: fjölmiðlar, sérfræðingar, internet og persónuleg samskipti. Einþátta ANOVA eða veldisvísagreining voru notaðar við að greina hversu oft klasarnir rákust á upplýsingar í fjölmiðlum, frá sérfræðingum og á internetinu, hversu áreiðanlegar og gagnlegar upplýsingarnar töldust vera, sem og heilsuhegðun klasanna hvað varðar neyslu á ávöxtum og grænmeti, og hreyfingu. Niðurstöður: Klasarnir voru frábrugðnir hverjir öðrum varðandi upplýsingahegðun og einnig var heilsuhegðun þeirra mismunandi. Hegðun meðlima í þeim klösum, sem leita oftar að upplýsingum, var heilsusamlegri. Ályktun: Niðurstöðurnar benda til að karlmenn með litla menntun séu hópur sem huga þurfi sérstaklega að við miðlun fræðslu um heilsueflingu. Aim. To investigate the health and lifestyle information behaviour among Icelanders as well as their health behaviour. Data collection and research method. The sample consists of 1.000 Icelanders, aged eighteen to eighty, randomly selected from the National Register of Persons in Iceland. The data were gathered by means of a postal survey during the spring 2007, response rate was 47%. Cluster analysis (k-means) was used to draw participants in four clusters, passive, moderately passive, moderately active and active, based on their purposive health and lifestyle information seeking in 22 sources. The information sources were grouped into four information ...