Fræðsla um fósturskimun og samskipti verðandi foreldra við heilbrigðisstarfsfólk á fyrstu vikum meðgöngu

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open) Á Íslandi stendur öllum verðandi foreldrum til boða fósturskimun í lok fyrsta þriðjungs meðgöngu. Áætla má að um 90% barnshafandi kvenna á höfuðborgarsvæðinu þiggi slíkt boð. Innlendar og erl...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Helga Gottfreðsdóttir
Language:Icelandic
Published: Ljósmæðrafélag Íslands 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/116213
Description
Summary:Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open) Á Íslandi stendur öllum verðandi foreldrum til boða fósturskimun í lok fyrsta þriðjungs meðgöngu. Áætla má að um 90% barnshafandi kvenna á höfuðborgarsvæðinu þiggi slíkt boð. Innlendar og erlendar rannsóknir sýna að ákvarðanataka um fósturskimun er háð ýmsum þáttum og á sér stað snemma í meðgöngu. Því er mikilvægt er vandað sé til fræðslu og upplýsinga um skimunina. Í þessari grein er skoðað hvernig verðandi foreldrar lýstu fræðslu og ráðgjöf sem þeim var veitt um fósturskimun og við hvaða heilbrigðisstarfsfólk þeir áttu samskipti á fyrstu vikum meðgöngu. Um er að ræða eigindlega rannsókn, byggð á viðtölum við 10 verðandi mæður og 10 verðandi feður, sem höfðu ákveðið að þiggja skimun. Viðtölin voru tekin við verðandi foreldra hvort fyrir sig, tvisvar á meðgöngu, samtals 40 viðtöl. Við úrvinnslu var notuð innihaldsgreining. Í flestum tilvikum voru fyrstu samskipti mæðrana eftir að meðganga hófst við fæðinga- og kvensjúkdómalækni. Í viðtölunum lýstu margir þátttakendur því að lítil áhersla hefði verið á að veita þeim upplýsingar um fósturskimun og í nokkrum tilvikum upplifðu foreldrarnir að um reglubundna rannsókn væri að ræða. Verðandi foreldrar notuðu upplýsingasíður á Netinu takmarkað og margir hefðu viljað eiga samræður við ljósmóður eða lækni um fósturskimun. Verðandi feður fengu oftast upplýsingar í gegnum maka. Niðurstöður geta nýst við þróun leiðbeininga um fósturskimun hér á landi en þörf er á markvissari leiðum til að koma fræðslu um skimunina til skila. Vísbendingar eru um að leggja þurfi aukna áherslu á þekkingu fagfólks um fósturskimun. In Iceland, NT screening is offered to all pregnant women and the uptake is now almost 90% in the capital area. It is of importance that information on fetal screening are designed to benefit prospective parents but studies have shown that the decision to accept or decline screening is affected by interplay of a number of social and medical factors and takes ...