Vangaveltur skurðlæknis að lokinni vel heppnaðri ráðstefnu HÍ um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum [ritstjórnargrein]

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Í byrjun árs fór fram í Öskju 13. ráðstefnan um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands. Ráðstefna þessi hefur verið haldin annað hvert ár frá 1981, fyrst á vegum læknadeildar, en fr...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Tómas Guðbjartsson
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2007
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/11314
Description
Summary:Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Í byrjun árs fór fram í Öskju 13. ráðstefnan um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands. Ráðstefna þessi hefur verið haldin annað hvert ár frá 1981, fyrst á vegum læknadeildar, en frá árinu 2003 einnig með þátttöku tannlæknadeildar, og lyfjafræðideildar og hjúkrunarfræðideildar frá árinu 2005. Ég hef aðeins átt þess kost að taka tvisvar þátt í ráðstefnunni, enda lengst af verið fjarri góðu gamni við nám og störf erlendis. Það er óhætt að segja að þessi ráðstefna hafi komið mér þægilega á óvart og hún er aðstandendum til sóma, bæði hvað varðar vísindalegt innihald og skipulag. Alls voru kynnt á ráðstefnunni hátt á þriðja hundrað erinda og voru flest flutt með sjö mínútna löngum erindum og þriggja mínútna umræðna á eftir. Þetta fyrirkomulag reyndist ágætlega. Stutt erindi gerðu fleirum kleift að halda fyrirlestra um rannsóknir sínar en fyrirlestrar voru yfirleitt mjög vel sóttir. Rúmlega 100 erindi voru kynnt sem veggspjöld og nutu þau sín ágætlega á veggjum Öskju. Þó hefði ekki sakað ef veggspjöld hefðu verið kynnt með formlegri hætti, líkt og algengt er á ráðstefnum erlendis. Þetta er til dæmis hægt að gera með því að skipuleggja göngu á milli áhugaverðustu veggspjaldanna, höfundar látnir kynna þau og þeir síðan spurðir spjörunum úr. Skipuleggjendur ráðstefnunnar gætu haft þetta í huga að ári. Gestafyrirlestrar voru einnig áhugaverðir og var komið víða við innan heilbrigðisvísinda, allt frá erfðafræði algengra sjúkdóma til forvarna gegn þunglyndi. Þessi fjölbreytni fyrirlestra er skemmtileg tilbreyting frá þeirri þróun sem orðið hefur innan læknisfræðinnar og leitt hefur af sér sífellt meiri sérhæfingu og þrengingu fræðasviða. Fjölbreytni er einmitt helsti styrkur svona þings og það er ekki á hverjum degi sem okkur spítalalæknum gefst kostur á að kynna rannsóknir okkar fyrir kollegum í óskyldum sérgreinum og grunnrannsóknum, eða að þeir fái að kynna rannsóknir sínar fyrir okkur. Umræður taka á ...