Radíumlækningar : ágrip af fyrirlestri fluttum í Læknafélagi Reykjavíkur í janúar 1918

Neðst á síðunni er að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Endurprentun úr Læknablaðinu 1918; 4: 49-56. Þorkell Jóhannesson valdi Radíum er eitt hinna svonefndu radíóaktíf* eða geisl-andi efna; þau gefa frá sér geisla algerlega af sjálfs-dáðum, án allra ytri áhrifa,...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Gunnlaugur Claessen
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2007
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/10856
Description
Summary:Neðst á síðunni er að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Endurprentun úr Læknablaðinu 1918; 4: 49-56. Þorkell Jóhannesson valdi Radíum er eitt hinna svonefndu radíóaktíf* eða geisl-andi efna; þau gefa frá sér geisla algerlega af sjálfs-dáðum, án allra ytri áhrifa, svo sem ljóss eða rafmagns. Til framleiðslu röntgengeisla þarf eins og kunnugt er háspenntan rafmagnsstraum og ýmislegar vélar; til framleiðslu radíumgeisla þarf ekki annað en radíum, orkan sem framleiðir geislana býr í efninu sjálfu. Tildrögin til þess að radioactiv efni fundust voru rannsóknir eðlisfræðinga á „fosforescens" og „fluorescens". Til eru efni sem bera birtu nokkra stund eftir að þau hafa orðið fyrir ljósáhrifum og er þetta nefnt „fosforescens". Önnur efni geta tekið móti ljósgeislum en gefið þá frá sér aftur í breyttri mynd; t.d. sýnist yfirborðsflötur steinolíu blár þótt olían sé annars litarlaus; steinolían tekur í sig sólgeisla en kastar þeim að nokkru leyti frá sér aftur með bláu ljósi. Þetta nefna menn „fluorescens".Franskureðl-isfræðingur, prófessor Becquerel, rannsakaði þvílík efni og fann að frumefnið úraníum var ekki eingöngu „fosforescerandi" en gaf líka frá sér ósýnilega geisla; Becquerel hélt fyrst að skilyrðið fyrir myndun ósýni-legu geislanna væri undangengin ljósáhrif en af tilviljun fann hann að úraníum sem verið hafði í myrkri gaf líka frá sér þessa nýfundnu geisla. Þar með var sannað að úraníum sjálft er radíóaktíft. Geislarnir voru fyrst nefndir úraníumgeislar en síðar eru þeir venjulega kenndir við Becquerel sem með uppgötvun sinni lagði grundvöllinn undir vísindalega þekking og rannsókn á radíóaktíf efnum. Þessi nýja vísindagrein snertir bæði efna- og eðlisfræði.