Varðveisla íslenskrar læknareynslu [ritstjórnargrein]

Neðst á síðunni er að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Vel fer á því við þessi tímamót Læknablaðsins að draga fram greinar úr fortíðinni sem athyglisverðar eru að bestu manna yfirsýn. Þorvaldur Veigar Guðmundsson rifjar upp einn áfanga á leið lækninga til nýrrar...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigurbjörn Sveinsson
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2007
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/10853
Description
Summary:Neðst á síðunni er að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Vel fer á því við þessi tímamót Læknablaðsins að draga fram greinar úr fortíðinni sem athyglisverðar eru að bestu manna yfirsýn. Þorvaldur Veigar Guðmundsson rifjar upp einn áfanga á leið lækninga til nýrrar aldar og velur til þess grein sem hann skrifaði sjálfur í blaðið. Ekki fer á milli mála að þar fer grein sem er "læknisfræðilega mikilvæg og sígild" og "dæmi­gerð fyrir þá þekkingu, sem þá var að ryðja sér til rúms í læknisfræði, þ.e. notkun geislavirkra efna við greiningu sjúkdóma og var alger nýjung hér á landi" (1). Einar Stefánsson fylgir hins vegar úr hlaði grein Guðmundar Þorgeirssonar og félaga um lýðheilsu sem byggist á gagnasöfnun Hjartaverndar. Í Hjartavernd hefur verið unnið merkilegt starf á heimsmælikvarða. Einar hefði þó fullt eins getað valið til að mynda leiðara sem hann skrifaði sjálfur í Lækna­blaðið (2, 3). Komu þar fram tímamótaskoðanir um inntökuskilyrði til læknanáms sem voru tákn um breyttan hugsunarhátt og nýjan skilning á þeim eiginleikum sem góðan lækni mega prýða.