Ofbeldi [ritstjórnargrein]

Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Skemmdir á skátaheimili eftir áflog. Maður fluttur á sjúkrahús eftir slagsmál. Þannig hljóma fréttir helgarinnar. Vaxandi ofbeldi er eitt af stærstu heilbrigðisvandamálum samtímans. Því miður vorum við illa minnt á alvarle...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Emil L Sigurðsson
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2007
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/10696
Description
Summary:Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Skemmdir á skátaheimili eftir áflog. Maður fluttur á sjúkrahús eftir slagsmál. Þannig hljóma fréttir helgarinnar. Vaxandi ofbeldi er eitt af stærstu heilbrigðisvandamálum samtímans. Því miður vorum við illa minnt á alvarleika afleiðinga ofbeldis í des­em­bermánuði þegar miðaldra karlmaður lést eftir tilefnislaust hnefahögg á veitingastað. Oft virð­ast árásarmenn telja það sjálfsagt og eðlilegt að leysa ágreiningsmál með barsmíðum og ef ekki er uppi neinn ágreiningur er engu að síður sjálfsagt að berja næsta mann, ef viðkomandi liggur vel við höggi. Um hverja helgi heyrum við fréttir af barsmíðum og líkamsmeiðingum. Ekki ósjaldan er ofbeldi tengt neyslu áfengis og eða annarra vímu­efna. Ofbeldi er ekki einungis að verða algengara heldur er það einnig mun grófara og miskunnarlausara en áður tíðkaðist. Afleiðingar alls þessa eru oft á tíðum afar alvarlegar og geta leitt til örkumla og jafnvel dauða. Sem dæmi um þetta ofbeldi er að í janúarmánuði síðastliðnum var hálfþrítugur maður dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi fyrir fjölda líkamsárása og tilraun til manndráps með því að slá tvo menn í höfuðið með öxi og fyrir líkamsárásir gegn fimm öðrum einstaklingum.