Summary: | Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open) A survey on drug prescriptions outside hospitals was conducted in Sudurnes and Hafnarfjördur districts in Iceland during the period 1-15th of April 1986. This study describes prescriptions on tranquillizers and hypnotic drugs, focusing on prescribing habits by individual GPs. It is recommended to take age into account when defined daily doses (DDD) are used for comparison between nations with different age distribution of their population. A new model of calculating DDD/1000 individuals in each age group/day is demonstrated. Totally 8 585 DDD of tranquillizers and 8 657 DDD of hypnotics/sedatives were prescribed during the period. As expected the use of these drugs increased with age in both sexes. More tranquillizers (p< 0.001) and hypnotics/sedatives (p< 0.001) were prescribed in Sudurnes compared with Hafnarfjördur district. One doctor was responsible for 25% of all prescriptions for tranquillizers and sedatives/hypnotics in these two districts. Lyfjanotkun í vestrænum löndum hefur aukist mikið á síðustu áratugum (1). Rannsóknir hérlendis á sölu róandi lyfja og svefnlyfja sýna, að notkun þeirra hefur verið sveiflukennd síðustu tvo áratugina (2, 3). Sala róandi lyfja minnkaði verulega á árunum 1975-1980 og hélst síðan óbreytt næstu fimm árin (3). Sala svefnlyfja dróst lítið eitt saman á árunum 1975-1980 en jókst aftur næstu sex árin. Árið 1986 nam heildsöluandvirði tauga- og geðlyfja rúmum 130 milljónum króna og koma þau næst meltingarlyfjum að heildsöluandvirði (3). Þær ábendingar sem þessi lyf eru notuð við eru margar og sumar afar óljósar. Það gerir mat á ávísunum lækna á þessi lyf mun erfiðari en ella (4, 5). Þó er hægt að bera skilgreinda dagskammta/1000 íbúa á dag (DDD/1000 fbúa á dag) (6) saman við sambærilegar tölur annars staðar frá. Einnig eru til sölutölur fyrir þennan lyfjaflokk á landinu öllu á síðustu árum og er unnt að bera þær saman við tölur frá öðrum svæðum hér á landi og ...
|