Þróun og sérsvið íslenskrar félagsfræði

Árið 2004 kom út safnritið Íslensk félagsfræði: Landnám alþjóðlegrar fræðigreinar (Þórodd[1]ur Bjarnason og Helgi Gunnlaugsson, 2004a). Formála bókarinnar ritaði Jóhannes Nordal (2004) fyrrverandi seðlabankastjóri sem fyrstur Íslendinga lauk doktorsprófi frá London School of Economics árið 1953. Umt...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Bjarnason, Þóroddur, Gunnlaugsson, Helgi
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: School of Social Sciences 2017
Subjects:
Online Access:https://ojs.hi.is/index.php/tf/article/view/3852
Description
Summary:Árið 2004 kom út safnritið Íslensk félagsfræði: Landnám alþjóðlegrar fræðigreinar (Þórodd[1]ur Bjarnason og Helgi Gunnlaugsson, 2004a). Formála bókarinnar ritaði Jóhannes Nordal (2004) fyrrverandi seðlabankastjóri sem fyrstur Íslendinga lauk doktorsprófi frá London School of Economics árið 1953. Umtalsverðar breytingar hafa orðið á stöðu félagsfræðinnar hér á landi á þeim árum sem liðin eru frá útgáfu bókarinnar um íslenska félagsfræði. Sérstaklega má þar nefna umbyltingu framhaldsnáms í félagsfræði á Íslandi. Fyrsti meistaraneminn í félagsfræði útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 2002 og fyrsti doktorsneminn árið 2012. Í árslok 2017 höfðu alls um eitt hundrað nemendur lokið meistaranámi og sjö doktorsnámi í félagsfræði frá Háskóla Íslands. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri var stofnuð árið 2002 og er félagsfræðin þar ein helsta undirstaða náms í almennum félagsvísindum. Fyrsti nemandinn lauk rannsókna[1]tengdu meistaranámi vorið 2016 og á annan tug nemenda stundar nú slíkt nám við Háskólann á Akureyri. Haustið 2017 veitti mennta- og menningarmálaráðuneytið Háskólanum á Akur[1]eyri jafnframt viðurkenningu á námi í félagsfræði á doktorsstigi og mun félagsfræði verða ein helsta stoð þverfaglegs doktorsnáms í byggðafræði við háskólann.