Tengsl D-vítamíns og áhættuþátta hjartaog æðasjúkdóma meðal íslenskra barna

Tilgangur: Að kanna tengsl á milli D-vítamíngilda í blóði og þekktra áhættu­þátta fyrir hjarta- og æðasjúkdómum meðal heilbrigðra íslenskra barna og jafnframt að kanna þessi tengsl óháð líkamsþyngdarstuðli (BMI). Efniviður/aðferðir: Metin voru tengsl milli styrks 25-hydroxyvítamín D í blóði, líkamsþ...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Læknablaðið
Main Authors: Hannesdottir, Porunn, Hrafnkelsson, Hannes, Johannsson, Erlingur, Sigurosson, Emil L
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/11250/2607458
https://doi.org/10.17992/lbl.2017.09.149
Description
Summary:Tilgangur: Að kanna tengsl á milli D-vítamíngilda í blóði og þekktra áhættu­þátta fyrir hjarta- og æðasjúkdómum meðal heilbrigðra íslenskra barna og jafnframt að kanna þessi tengsl óháð líkamsþyngdarstuðli (BMI). Efniviður/aðferðir: Metin voru tengsl milli styrks 25-hydroxyvítamín D í blóði, líkamsþyngdarstuðuls og sjö áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma (háþrýstings, heildarkólesteróls, HDL, LDL, þríglýceríðs, blóðsykurs og styrks insulíns í blóði). Þátttakendur voru 7 ára skólabörn í 6 grunnskólum Reykjavíkur, haustið 2006. Niðurstöður: D-vítamín var mælt hjá 159 börnum. 35 þeirra (22%) voru undir 37,5 nmól/L, 70 (44%) á milli 37,5 og 50,0 nmól/L og 55 (34%) yfir 50 nmól/L. D vítamínskortur var skilgreindur sem gildi undir 37,5 nmól/L. Ekki reyndist vera marktækur munur á milli kynja, stelpur (n:85 = 44,2 nmól/L), strákar (n:74 = 46,9 nmól/L), p-gildi 0,52 milli hópa. Börn með D-vítamínskort höfðu tilhneigingu til að hafa hærri líkamsþyngdarstuðul (p=0,052), lægra HDL (p=0,044) og hærra HbA1C (p=0,015) og serum insúlín (p=0,014) samanborið við börn með eðlileg D-vítamíngildi, það er yfir 50 nmól/L. Marktæk fylgni var á milli lágs D-vítamíns og hárra gilda insúlíns í blóði (p=0,014) og hárra gilda HbA1c (p=0,015), óháð líkamsþyngdarstuðli. Ályktanir: D-vítamínskortur hefur verið tengdur við þróun hjarta-og æðasjúkdóma. Mikilvægt er að kanna tengsl milli þekktra áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma og D-vítamíns, sérstaklega hjá börnum og ungu fólki. Hugsanlegt er að D-vítamínskortur auki áhættuna á að þróa með sér hjartasjúkdóm snemma í lífinu gegnum insúlínviðnám og breytta blóðsykurstjórnun. Mikilvægt er að fylgja opinberum ráðleggingum varðandi D-vítamíngjöf fyrir alla aldurshópa, en rannsóknin sýndi að 2/3 barnanna voru undir þeim kjörgildum sem Embætti landlæknis mælir með. publishedVersion