Forathugun á veiðum og vinnslu krossfisks / Preliminary study on potential utilisation of starfish

Krossfiskur veiðist aðallega hér við land sem meðafli við veiðar með plóg. Mest veiðist af honum við veiðar á sæbjúgum við austanvert landið og eins á miðum við norðvestur landið og á Breiðafirði. Skipstjórar eru ekki samstíga við mat á hversu mikið magn veiðist af krossfiski, né um hvort þeir telji...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Þórðarson, Gunnar, Jónsson, Davíð Freyr
Format: Report
Language:Icelandic
Published: Zenodo 2021
Subjects:
Online Access:https://dx.doi.org/10.5281/zenodo.5032354
https://zenodo.org/record/5032354
Description
Summary:Krossfiskur veiðist aðallega hér við land sem meðafli við veiðar með plóg. Mest veiðist af honum við veiðar á sæbjúgum við austanvert landið og eins á miðum við norðvestur landið og á Breiðafirði. Skipstjórar eru ekki samstíga við mat á hversu mikið magn veiðist af krossfiski, né um hvort þeir telji að hægt væri að veiða hann með beinum veiðum. Niðurbrot á krossfiski hefst strax eftir dauða við hefðbundna geymslu á dekki fiskibáts, og er hann jafnan byrjaður að skemmast áður en hann kemst í vinnslu. Ástæðan er mikil ensímvirkni, sem krossfiskurinn þarf til að brjóta niður erfiða fæðu. Forgangsverkefni ef stunda á krossfiskveiðar hér við land er því að finna leið til að stöðva þetta niðurbrot og viðhalda gæðum fram að vinnslu (frystingu/þurrkun). Í framhaldi þarf að þróa vinnslu og finna markað fyrir afurðina. Innihald á kadmín skapar vandamál við nýtingu á krossfiski hér við land, en mælingar á krossfiskum sem veiddust við Austurland sýna að það er sexfalt það magn sem leyft er í matvælum til manneldis samkvæmt kröfum ESB. Krossfiskur er fluttur út í dag í litlu mæli og skilar sú framleiðsla litlum verðmætum. --- Starfish is caught in Iceland as by-catch when fishing with a dredge. It is most commonly caught when fishing for sea cucumber in fishing grounds at the East coast, at the north-western coast and in Breiðafjörður. Captains do not agree on how much starfish is caught, nor on whether they believe it could be caught by direct fishing. Decomposition of starfish begins immediately after death, and in the normal storage of a fishing boat's deck, it starts decomposing before it can be processed. This is due to the high enzyme activity required by the starfish to break down difficult feed. If commercial fishing for starfish is to materialise, it will be crucial to find a proper way to store it from fishing to processing (freezing / drying). Subsequently, it is necessary to develop processing and find a market for the products. Cadmium levels in starfish is a major obstacle for utilisation. Measurements of starfish caught the East coast of Iceland showed six times the amount of cadmium allowed in food for human consumption according to EU regulation. Icelandic starfish is exported today in small quantities, but that production returns little value. : Funded by: AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi (ANR20050610)