Áhrif samgangna á ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum

Í þessu verkefni var gerð rannsókn á áhrifum samgangna á ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Rannsóknarsnið verkefnisins var tilviksrannsókn og voru tekin fimm eigindleg viðtöl við aðila tengda ferðaþjónustu í Eyjum. Rannsóknarspurningarnar voru: „Hvaða áhrif geta samgöngur haft á ferðaþjónustu?“ og „Hv...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Svana Björk Kolbeinsdóttir 1995-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29522
Description
Summary:Í þessu verkefni var gerð rannsókn á áhrifum samgangna á ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Rannsóknarsnið verkefnisins var tilviksrannsókn og voru tekin fimm eigindleg viðtöl við aðila tengda ferðaþjónustu í Eyjum. Rannsóknarspurningarnar voru: „Hvaða áhrif geta samgöngur haft á ferðaþjónustu?“ og „Hver eru helstu áhrif Landeyjahafnar á ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum?“. Helstu niðurstöður eru þær að samgöngur og ferðaþjónusta eru algjörlega samtvinnuð fyrirbæri og gæti ferðaþjónustan ekki verið sjálfsstæð atvinnugrein ef ekki væri fyrir samgöngur. Frá opnun Landeyjahafnar hefur verið gríðarlegur uppgangur í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum, en þó er enn til staðar mikil árstíðarsveifla sem hefur heldur slæm áhrif á fyrirtæki í þessum geira. Fyrirtækin reyna þó að vinna saman að því markmiði að fá sem flesta ferðamenn til þess að heimsækja Eyjarnar.