Úti í eyjum : hugmynd að vefsíðu

Verkefnið „Úti í eyjum“ er hugmynd sem kviknaði hjá mér fljótlega eftir að ég byrjaði í B.A námi í tómstunda- og félagsmálafræðum. Út í eyjum er vefsíða sem er hugsuð fyrir samfélagið sem sýnir hvernig hægt er að nýta frítíma sinn úti í Vestmannaeyjum. Vefsíðan inniheldur hugmyndabanka um hvernig hæ...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Anton Örn Björnsson 1992-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/28440
Description
Summary:Verkefnið „Úti í eyjum“ er hugmynd sem kviknaði hjá mér fljótlega eftir að ég byrjaði í B.A námi í tómstunda- og félagsmálafræðum. Út í eyjum er vefsíða sem er hugsuð fyrir samfélagið sem sýnir hvernig hægt er að nýta frítíma sinn úti í Vestmannaeyjum. Vefsíðan inniheldur hugmyndabanka um hvernig hægt er að nýta frítíma sinn á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Markmið verkefnisins er búa til hugmyndabanka sem kemur til með að vinda upp á sig og stækka svo að úr honum verði stór og mikill banki sem vonandi á eftir að nýtast sem flestum. Rannsóknarspurning verkefnisins er “Hvernig getur hugmyndabanki eins og „Úti í eyjum“ hjálpað einstaklingum að stunda jákvæðar og uppbyggilegar tómstundir?” Niðurstöður verkefnisins sýna að til þess að tómstund megi teljast sem jákvæð og uppbyggileg þá þurfi hún að uppfylla ákveðnar kröfur. Þær kröfur eru að einstaklingurinn líti á að um tómstund sé að ræða. Tómstundin þarf að veita honum ánægju og hafa jákvæð áhrif á hann sem og aðra í kringum hann. Til þess að tómstundin megi teljast sem uppbyggileg þá þarf einstaklingurinn að draga lærdóm af henni. Niðurstöður sýna einnig að útivist sem tómstund eykur vellíðan og hefur jákvæð áhrif á þá sem stunda hana. Vefsíða eins og „Úti í eyjum“ er mikill ávinningur fyrir samfélag eins og Vestmannaeyjar. Hér eru komin drög að vef sem hvetur einstaklinga til þess að nýta frítíma sinn á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.