Undirbúningur og framkvæmd þjónustusamninga við Sólheima í Grímsnesi. Tilviksrannsókn á samskiptum ríkis og þriðja geirans á Íslandi

Markmið þessarar rannsóknar er að skoða samskipti og samstarf hins opinbera og aðila þriðja geirans á Íslandi. Í rannsókninni er sjónum beint að gerð tveggja þjónustusamninga milli hins opinbera og sjálfseignarstofnunarinnar Sólheima í Grímsnesi árin 1996 og 2004. Í kjölfar umbótaviðleitni í íslensk...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigríður Ragnarsdóttir 1960-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Bak
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/9980
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknar er að skoða samskipti og samstarf hins opinbera og aðila þriðja geirans á Íslandi. Í rannsókninni er sjónum beint að gerð tveggja þjónustusamninga milli hins opinbera og sjálfseignarstofnunarinnar Sólheima í Grímsnesi árin 1996 og 2004. Í kjölfar umbótaviðleitni í íslenskri stjórnsýslu, sem kennd er við nýskipan í ríkisrekstri eða hina nýju stjórnun (e. New Public Management), undir lok síðustu aldar var áhersla lögð á að hið opinbera fæli einkaaðilum og aðilum þriðja geirans að framkvæma störf sem áður höfðu verið á könnu hins opinbera. Í umbótaviðleitninni voru þjónustusamningar það stjórntæki sem mjög var horft til. Þjónustusamningurinn milli hins opinbera og Sólheima í Grímsnesi árið 1996 var fyrsti samningurinn sem gerður var í mál¬efnum fatlaðra á Íslandi. Í rannsókninni eru forsendur þessa samnings og síðari samnings aðilanna frá 2004 skoðaðar sem og samskipti samningsaðilanna. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að nýjar áherslur í ríkisbúskap á tíunda áratug liðinnar aldar hafi ýtt undir stefnumörkun hins opinbera gagnvart þriðja geiranum. Í samningi hins opinbera við Sólheima í Grímsnesi árið 1996 var í fyrsta sinn leitast við að setja verðmiða á þjónustu aðila þriðja geirans í málefnum fatlaðra og semja um hana með þjónustumati. Samningsaðilum tókst hins vegar ekki koma sér saman um fjárhagslegar forsendur á bak við þjónustumatið og endaði samningsgerðin með því að ráðherra greip inn í málið. Í seinni samningnum 2004 var hins vegar tekið tillit til sérstöðu Sólheima og var sá samningur tilkominn í kjölfar viðræðna samningsaðila sem sameiginleg niðurstaða þeirra. Mótun stefnu um samstarf hins opinbera og þriðja geirans á Íslandi hefur vart slitið barns-skónum en samningsgerðin við Sólheima er áhugavert tilvik á þeirri leið sem draga má ýmis konar lærdóm af. The aim of this thesis is to examine relations between the State and non-profit organisations in Iceland. This thesis focuses on two public service contracts agreed with the non-profit organisation Sólheimar in ...