Grenndarkennsla - kennsluverkefni um örnefni í Vestmannaeyjum
Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed.-prófs við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viðfangsefni hennar er grenndarkennsluverkefni um örnefni í Vestmannaeyjum. Markmið verkefnisins var að kynna fyrir kennurum áhugaverða leið til þess að nota grenndarkennslu í vinnu sinni. Verkefnið er sniðið að nem...
Main Author: | |
---|---|
Other Authors: | |
Format: | Bachelor Thesis |
Language: | Icelandic |
Published: |
2011
|
Subjects: | |
Online Access: | http://hdl.handle.net/1946/9345 |
Summary: | Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed.-prófs við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viðfangsefni hennar er grenndarkennsluverkefni um örnefni í Vestmannaeyjum. Markmið verkefnisins var að kynna fyrir kennurum áhugaverða leið til þess að nota grenndarkennslu í vinnu sinni. Verkefnið er sniðið að nemendum á miðstigi en einnig má nota hugmyndir á öðrum stigum. Hugsunin á bak við verkefnið var að sýna fram á hvers vegna grenndarkennsla ætti heima í skólum. Annars vegar er áhersla lögð á hugtakið söguvitund sem merkir tilfinningu fyrir fortíðinni, nútímanum og framtíðinni. Hins vegar er lögð áhersla á grenndarvitund sem er þekking og skilningur á eigin umhverfi. Með þessi hugtök að leiðarljósi komst ég að því að grenndarkennsla er ekki einungis mikilvæg í námi heldur einnig í lífi barna. Grenndarkennsla ætti því erindi í skóla í öllum samfélögum hvort sem þau eru fjölmenn eða fámenn. |
---|