Samstarf fyrirtækja, úthýsing upplýsingakerfa og þekkingarmiðlun

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Í þessu verkefni er fjallað um samstarf tveggja þekkingarfyrirtækja,á sviði úthýsingar upplýsingakerfa og/eða tölvukerfa og tengdra þátta,við innri og ytri samstarfsaðila. Þá er fjallað um samstarf fyrirtækjanna við viðskiptavini á sviði...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Björk Þorsteinsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2006
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/931
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Í þessu verkefni er fjallað um samstarf tveggja þekkingarfyrirtækja,á sviði úthýsingar upplýsingakerfa og/eða tölvukerfa og tengdra þátta,við innri og ytri samstarfsaðila. Þá er fjallað um samstarf fyrirtækjanna við viðskiptavini á sviði úthýsingar. Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á þessa samvinnu og reyna að sanna eða afsanna eftirfarandi tilgátur: Samstarf fyrirtækjaleiðir til betri og ódýrari þjónustu til viðskiptavina. Úthýsing verkþátta þarf ekki að leiða til þess að þekking tapist út úr fyrirtækjum. Unnin var fræðileg greining á þremur þáttum sem þóttu einkenna þetta viðfangsefni fremur en annað en þeir eru samstarf fyrirtækja og þá einkum úthýsing, upplýsingatækni og þekkingarmiðlun. Lykilhugtök varðandi þessa þætti voru skilgreind til að brjóta niður tilgátur og leggja grunn að markvissri greiningu á sannleiksgildi þeirra. Í rannsókninni sem hér var gerð voru tekin tvö djúpviðtöl við forsvarsmenn úthýsingarfyrirtækjanna og í framhaldinu vorutekin viðtöl við átján viðmælendur sem hafa yfirumsjón með framkvæmd og eftirliti á úthýsingarþáttum viðskiptafyrirtækjanna. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að ekki tókst að sanna ofangreindar tilgátur en sterkar vísbendingar komu fram um ýmsa þætti í samstarfi fyrirtækjanna sem styðja við það að tilgáturnar gætu verið réttar. Lykilorð: Samstarf fyrirtækja Úthýsing Upplýsingatækni Þekkingarmiðlun