Summary: | Markmið þessa verkefnis er að skoða gildi listgreinakennslu í grunnskólum á Íslandi og tengja það við hugmyndafræði Elliots W. Eisners, sem er bandarískur kennslufræðingur. Eisner er gagnrýninn á það skólakerfi sem vestræn lönd búa við í dag og vill sjá breytingar innan þess með áherslu á listgreinar, sem hann telur þroska nemendur á jákvæðan hátt. Ég skoða hvort kenningar hans og hugmyndir séu notaðar í íslensku skólakerfi og ef ekki, hvort hægt væri að koma þeim fyrir í íslensku skólasamfélagi. Þá skoða ég einnig aðalnámskrá grunnskóla og listgreinahlutann og athuga hvort eitthvað hafi breyst frá fyrri tímum og þá í tengslum við áherslur og markmið í listgreinakennslu. Ég reyni að færa rök fyrir því að kenningar Eisners eigi vel heima í íslensku skólakerfi og hvers vegna ætti að leggja meiri áherslu á kennslu listgreina og hvernig þær gætu ýtt undir jákvæðari kennsluhætti. Ég fer líka inn á gagnrýna og skapandi hugsun og fjalla um sköpunargáfu einstaklinga. Einnig velti ég fyrir mér ýmsum kennsluháttum og sveigjanleika í kennslu og vitna þá í ýmsa fræðimenn mér til stuðnings. Þá skoða ég hvort listmenntun geti haft áhrif á vitsmunaþroska einstaklingsins og fjalla um hugtakið nám. Eisner er talsmaður samþættingar listgreina við hefðbundnar námsgreinar og fer ég líka inn á þann þátt. Einn undirkafla tileinka ég Guðmundi Finnbogasyni sálfræðingi og heimspekingi. Hugmyndafræði hans er mjög lík hugmyndum Eisners og finnst mér það mjög áhugavert, þar sem Guðmundur var uppi fyrir um hundrað árum. Að lokum skoða ég skýrslur, sem gerðar voru af menntaráði Reykjavíkur og menntamálaráðuneytinu, þar sem fram koma upplýsingar um gæði listgreinakennslu í grunnskólum Íslands. The value of art education within primary schools in Iceland with connection to the philosophy of Elliot W. Eisner The aim of this project is to examine the value of art education within primary schools in Iceland with connection to the philosophy of the American educational scientist Elliot W. Eisner. Eisner is critical of the school system that ...
|