Réttmæti skattheimtu

Almenn grein Hráefni og orkugjafar jarðar mynda stofninn að margháttuðu úrvinnsluferli um alla jörð – ferli sem birtist í flestum athöfnum og viðskiptum manna, framleiðslu jafnt sem þjónustu af óendanlega fjölbreyttum toga, sem á endanum miðar að einhvers konar neysluverðmætum. Hvert sem gjaldið er...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Árni B. Helgason
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2008
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/9022
Description
Summary:Almenn grein Hráefni og orkugjafar jarðar mynda stofninn að margháttuðu úrvinnsluferli um alla jörð – ferli sem birtist í flestum athöfnum og viðskiptum manna, framleiðslu jafnt sem þjónustu af óendanlega fjölbreyttum toga, sem á endanum miðar að einhvers konar neysluverðmætum. Hvert sem gjaldið er eða skatturinn sem hið opinbera heimtir af þessum athöfnum og viðskiptum, og hvort sem það heimtist af frumvinnslu, úrvinnslu eða af hvers kyns þjónustu, af rekstri, af fjármagni eða af almennum tekjum einstaklinga, þá er það í raun ávallt almenningur sem greiðir reikninginn að lokum, burtséð frá því hversu einfalt eða flókið ferli hefur annars mótað hinn margvíslega neysluvarning eða gert þjónustu kleifa, allt frá frumrótum. Það er svo undir hælinn lagt hvort sá almenningur sem greiðir reikninginn sé endilega sá sami sem kalla mætti neytendur skatttekna á hverjum stað, enda hríslast skattgreiðslur, sem hvert annað fjármagn, út um alla jörð. Flest verðmæti fela í sér skatta eða gjöld sem fallið hafa á framleiðslu eða þjónustu á fjölmörgum stigum, allt frá því að hinar ýmsu frumeiningar verðmætisins hafa orðið til víðs vegar um jörð, jafnt sem að verkfæri, tæki, land eða húsakostur, sem fólgið hefur í sér beinar eða óbeinar álögur, hefur verið nýtt á hinum ýmsu úrvinnslu- og þjónustustigum. Áhrif skattheimtu eru jafnframt afar mismunandi eftir því hvað skattlagt er – vinna, vara, fasteign, orka, hráefni, hagnaður, fjármagn – ekki síður en eftir því af hverjum skatturinn heimtist, af eigin þegnum eða af öðrum þjóðum, eða almennt séð, burtséð frá ríkisfangi, hvort hann er heimtur af fátækum eða ríkum.