Verðmætaaukning innan íslensks sjávarútvegs : hefur verðmætaaukning orðið innan íslensks sjávarútvegs, hvernig hefur verið staðið að henni á undanförnum árum og hefur hún skilað sér til þjóðarbúsins?

Íslenskur sjávarútvegur hefur verið mikið í umfjöllun síðustu ár, enda er hér um að ræða megin undirstöðu atvinnulífs hérlendis. Margar spurningar vakna í varðandi greinina og ein þeirra er rannsóknarspurning verkefnisins: „Hefur verðmætaaukning orðið innan íslensks sjávarútvegs, hvernig hefur verið...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þorvaldur Helgi Auðunsson
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/8976
Description
Summary:Íslenskur sjávarútvegur hefur verið mikið í umfjöllun síðustu ár, enda er hér um að ræða megin undirstöðu atvinnulífs hérlendis. Margar spurningar vakna í varðandi greinina og ein þeirra er rannsóknarspurning verkefnisins: „Hefur verðmætaaukning orðið innan íslensks sjávarútvegs, hvernig hefur verið staðið að henni á undanförnum árum, og hefur hún skilað sér til þjóðarbúsins?“ Við mat á þessari spurningu var það talið grunn skilyrði að sjávarútvegurinn í heild sinni stæði vel að vígi og væri í rekstrarhæfu ástandi. Aðferðafræðinni sem beitt var við lausn verkefnisins flokkast undir megindlega og greinandi rannsókn og var mikið byggð á megindlegum fyrirliggjandi gögnum frá ýmsum opinberum stofnunum, sem talin eru þau bestu hverju sinni. Gögn þessi náðu allt til ársins 1985 og til og með árinu 2009. Í einhverjum tilvikum þurfti að keyra saman gögn frá mismunandi stofnunum, þar sem misræmi kom fram og/eða þörf var á fjölbreyttari upplýsingum en tiltæk voru. Þar sem rannsóknin var nokkuð yfirgripsmikil og náði til alls sjávarfangs, var ákveðið að skrifa kafla sem væri afmarkaður við tilviksrannsókn á þorski. Rekstar- og efnahagsreikningar greinarinnar voru skoðaðir ítarlega, ásamt öðrum tilheyrandi gögnum sem á endanum gáfu ágætis mynd af greininni í heild sinni. Markverðustu niðurstöður rannsóknarinnar verða að teljast að þó svo að kvóti hafi nokkurn veginn staðið í stað, þá hefur verðmætaaukning verið töluverð í greininni. Nýtingarhlutfall hefur farið batnandi á milli ára og tæknivæðing hefur hjálpað til við að auka virði vörunnar mikið. Þessi verðmætaaukning hefur þó ekki náð að skila sér til þjóðarinnar, þar sem skuldastaða sjávarútvegsins í heild sinni er allt að því óbærileg. Lykilhugtök: Sjávarútvegur Íslendinga, ársreikningar, viðskiptaumhverfi sjávarútvegs, tilviksrannsókn á þorski, útflutningsverðmæti The Icelandic fishing industry has been under discussion over the years, because it‘s been the main foundation of the economy in Iceland. Many questions have arisen regarding the industry and one of them is ...