%0 Thesis %A Ólöf S. Sigurðardóttir %E Háskóli Íslands %D 2011 %G Icelandic %T Skólaval í Garðabæ : viðhorf og skoðanir foreldra barna í 1. bekk %U http://hdl.handle.net/1946/8859 %X Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hug og viðhorf foreldra sex ára barna í Garðabæ til skólavals. Skólaval hefur verið við lýði í Garðabæ frá árinu 2004 og hafa foreldrar frá þeim tíma haft frjálst val um í hvaða skóla innan bæjarins börn þeirra fara. Lítið hefur verið vitað um viðhorf foreldra í bænum til valsins. Því var gildi rannsóknarinnar að safna saman upplýsingum og finna út þá þætti sem styðja skólaval og hvað það er helst sem hamlar því. Leitast var við að fá svör við ýmsum þáttum skólavals eins og hvaða þættir það eru sem mestu ráða við ákvörðunina, viðhorfum foreldranna til kynninga skólanna og skoðanir þeirra á samkeppni á milli skóla. Ennfremur var skoðað hvort greina megi einhver tengsl á milli þátta í svörum foreldra við bakgrunn þeirra. Gögnum í rannsóknina var safnað með spurningarlistum en sendur var listi í tölvupósti á annað foreldri allra barna í 1.bekk í fjórum grunnskólum Garðabæjar samtals til 154 einstaklinga. Jafnmargir feður og mæður voru í úrtakinu. Alls svöruðu 94 spurningalistanum eða 61%. Vefkannakerfið Outcome var notað við vinnsluna. Meginniðurstaða rannsóknarinnar er að foreldrar barna í Garðabæ eru mjög ánægðir með að hafa val. Rúmlega 94% foreldra var því sammála að það sé mikilvægt fyrir foreldra og börn að geta valið á milli grunnskóla. Flestir velja skóla í nágrenni heimilis og vegna félagatengsla. Orðspor og góðir kennarar voru einnig ástæður sem margir tiltóku. Tæpur helmingur foreldranna sótti enga skólakynningu áður en þeir tóku ákvörðun um valið en þeir sem fóru á kynningar voru í 35% tilvika mjög sammála því að þær væru gagnlegar. Ánægja með skólana var áberandi mikil en 96% foreldra voru ánægðir. Foreldrar telja samkvæmt rannsókninni að börnunum sé boðið upp á nám við hæfi í skólunum en 93% foreldra eru því sammála. Ekki verður alhæft út frá niðurstöðum rannsóknarinnar heldur er hér gerð grein fyrir röddum allmargra foreldra. Af rannsókninni má þó ýmislegt læra sem nýst getur skólafólki, foreldrum og sveitarstjórnarmönnum í Garðabæ og annarsstaðar. School ...