Síldarminjasafnið á Siglufirði : markaðsáætlun

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri frá og með 01.01.2011 Viðskiptaumhverfið verður sífellt flóknara og það er stöðugt þörf á því að fyrirtæki í samkeppni skipuleggi starfsemi sína betur og skilgreini sig á markaðnum með nákvæmari hætti. Markhópur er hópur viðskiptavina me...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hanna Björnsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2006
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/882
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri frá og með 01.01.2011 Viðskiptaumhverfið verður sífellt flóknara og það er stöðugt þörf á því að fyrirtæki í samkeppni skipuleggi starfsemi sína betur og skilgreini sig á markaðnum með nákvæmari hætti. Markhópur er hópur viðskiptavina með sameiginlegar þarfir eða kauphegðan. Með miðaðri markaðssetningu er auðveldara að skilgreina markhópa og hvernig skuli nálgast þá. Stefnumótandi markaðsáætlun er tæki til að tvinna saman starfsemi fyrirtækis og stefnu þess við markaðsstarfið og bregðast við breytingum á markaðnum. Þjónusta er sífellt mikilvægari í viðskiptum fyrirtækja. Það eru nokkur grundvallaratriði sem skilja að sölu á vöru og sölu á þjónustu eins og til dæmis óvaranleiki hennar og óstöðugleiki. Gæðin eru mikilvægasti hluti þjónustu og helsta vandamálið er hversu erfitt er að viðhalda þeim þar sem mannlegi þátturinn er stór hluti. Þess vegna þarf sífellt að endurskoða alla þjónustuferla og gæðastýringu. Söluráðarnir fjórir eru grunnurinn að öllu markaðsstarfi og hæfileg blanda þeirra er líklegasta leiðin til að ná árangri við sölu á vöru eða þjónustu. Þótt þjónusta sé í eðli sínu óáþreifanleg, þá eru margir áþreifanlegir þættir sem snerta hana. Frammistaða starfsmanna er mikilvægur þáttur í þjónustu og því verða fyrirtæki að kappkosta þjálfun og upplýsingamiðlun til þeirra. Á síðustu árum hefur iternetið verið notað í ríkum mæli við að markaðssetja þjónustu. Með því er auðvelt að ná til viðskiptavina og koma upplýsingum til þeirra, auk þess sem hægt er að færa hluta þjónustunnar heim til þeirra. Kynning á þjónustu snýst um að veita loforð og efna þau síðan. Það er mikilvægt að viðskiptavinurinn fái það sem hann býst við en það er alltaf erfitt að meta það í þjónustu þar sem það er oft upplifun viðskiptavinarins sem er mælikvarðinn. Ímynd fyrirtækja er afar mikilvæg í öllu markaðsstarfi. Ferðamennska er röð athafna sem tengjast ferðalagi og upplifun þess. Ferðamenn hafa áhrif á það umhverfi sem þeir heimsækja í efnahagslegum, samfélagslegum og ...