Staða erlendra tungumála í framhaldsskólum í ljósi nýrrar menntastefnu frá 2008 með sérstakri áherslu á frönsku

Góð tungumálakunnátta er Íslendingum mjög mikilvæg og forsenda hennar er öflug tungumálakennsla í framhaldsskólum landsins. Mjög hefur þrengt að tungumálakennurum vegna stöðugs niðurskurðar í tungumálakennslu seinustu tvo áratugi og nú síðast, með nýjum menntalögum frá 2008, er hlutur erlendra tungu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Anna Eyfjörð Eiríksdóttir 1980-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/8342
Description
Summary:Góð tungumálakunnátta er Íslendingum mjög mikilvæg og forsenda hennar er öflug tungumálakennsla í framhaldsskólum landsins. Mjög hefur þrengt að tungumálakennurum vegna stöðugs niðurskurðar í tungumálakennslu seinustu tvo áratugi og nú síðast, með nýjum menntalögum frá 2008, er hlutur erlendra tungumála í námskrám mjög óljós. Með lögunum er skólum í sjálfsvald sett hvort og hversu margar einingar nemendur þurfa að taka í dönsku og 3. máli því að eina erlenda tungumálið í kjarna er ensku. Í ritgerðinni er staða erlendra tungumála í framhaldsskólum skoðuð í ljósi menntalaga frá 2008 og út frá þróun einingafjölda og stefnu í tungumálum í námskrám frá 1986 til dagsins í dag. Sagt er frá námskrárvinnu í kjölfar menntalaganna í Menntaskólanum á Akureyri og hvaða hlut erlend tungumál eiga í nýrri námsskipan þar. Aðrir framhaldsskólar eru mislangt á veg komnir með ritun nýrrar námskrár. Sagt verður frá hlut tungumál í þeim skólum sem farnir eru að starfa eftir nýrri námskrá og hvert þeir skólar sem enn vinna í sinni námskrá stefna hvað tungumál varðar. Einnig eru birtar niðurstöður könnunnar sem lögð var fyrir nemendur í 1. bekk Menntaskólans á Akureyri þar sem þeir voru spurðir út í afstöðu þeirra gagnvart þeirri ákvörðun MA að halda dönsku og 3. máli inn í kjarna. Þess ber að geta að í ritgerðinni er stuðst við drög að nýrri aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla og þegar ritgerðinni er skilað inn er vika í útgáfu aðalnámskrárinnar.