L'enseignement du français en Islande et au Danemark. Étude comparative sur l'enseignement du français

Sem nemandi í erlendu tungumáli hugsar maður oft til þess hvernig tungumálanámi er háttað í öðrum löndum. Hvort sömu kúrsar séu kenndir og hér? Hvort sömu tungumálin séu vinsæl hverju sinni og hvort náminu sé öðruvísi háttað. Ég hef þannig ákveðið, í þessari ritgerð, að bera saman möguleika fólks ti...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðjón Ingi Guðmundsson 1978-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:French
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/8306
Description
Summary:Sem nemandi í erlendu tungumáli hugsar maður oft til þess hvernig tungumálanámi er háttað í öðrum löndum. Hvort sömu kúrsar séu kenndir og hér? Hvort sömu tungumálin séu vinsæl hverju sinni og hvort náminu sé öðruvísi háttað. Ég hef þannig ákveðið, í þessari ritgerð, að bera saman möguleika fólks til frönskunáms á Íslandi og í Danmörku. Ástæður fyrir því að Danmörk varð fyrir valinu eru nokkrar. Fyrst og fremst eru ástæðurnar þær að ég hef annars vegar búið og lært í Danmörku og tala því tungumálið reiprennandi og hins vegnar vegna þess að það er auðvelt að bera saman menntakerfi þessara tveggja landa, þar sem það íslenska er byggt á því danska, þrátt fyrir breytingar á þeim í tímans tönn. Borið er saman á ýmsan hátt möguleika ungmenna í Danmörku og á Íslandi til námsins og einnig er fjallað um hvernig náminu er háttað í báðum þessum löndum. Farið er yfir hvernig námið er uppbyggt í grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum þessara tveggja landa. Einnig er borinn saman stefna menntamálaráðuneytanna í löndunum tveimur til tungumálanáms. Sýnt er hvernig þessi tvö lönd hafa farið tvær mismunandi leiðir í skilgreiningu náms. Menntamálamálaráðuneytið á Íslandi er í þessum töluðu orðum að breyta stefnu sinni og er að gefa skólunum aukin völd varðandi hvaða fög skal kenna og hvernig þau eru kennd. Hugleytt er hvaða áhrif þetta getur haft á tungumálanám í framtíðinni. Að auki langaði mig að bera saman hversu margir nemendur læra spænsku og frönsku á ýmsum skólastigum. Spænskan hefur sótt í sig veðrið á undanförnum árum, sérstaklega í framhaldsskólum og oft á kostnað frönskunna, og mig langaði að kanna hvort það sama væri upp á teningnum í Danmörku.