Einkenni þróunar húsnæðisúrræða í Reykjavík frá 1916-2008

Viðfangsefni þessarar ritgerðar eru einkenni þróunar húsnæðisúrræða í Reykjavík frá 1916 til 2008. Ritgerðinni er ætlað að gefa innsýn í stöðu fólks í Reykjavík sem hefur þurft að nýta sér húsnæðisúrræði á vegum borgarinnar ásamt því að varpa ljósi á vinnuaðferðir félagsráðgjafa með fólki í húsnæðis...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Oddný Jónsdóttir 1985-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/8099
Description
Summary:Viðfangsefni þessarar ritgerðar eru einkenni þróunar húsnæðisúrræða í Reykjavík frá 1916 til 2008. Ritgerðinni er ætlað að gefa innsýn í stöðu fólks í Reykjavík sem hefur þurft að nýta sér húsnæðisúrræði á vegum borgarinnar ásamt því að varpa ljósi á vinnuaðferðir félagsráðgjafa með fólki í húsnæðiserfiðleikum. Farið er yfir lög og skyldur sveitafélaganna í húsnæðismálum og verklag Velferðasviðs Reykjavíkur skoðað í því ljósi. Ritgerð þessi er rannsóknarritgerð sem notast við ritaðar heimildir ásamt frumheimildum til að svara rannsóknarspurningunum. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að mikil óvissa hefur fylgt þróun húsnæðisúrræða í Reykjavík þar sem þróunin hefur verið frá upphafi á nokkurs konar átakasvæði velferðakerfisins. Með auknum lagasetningum tókst að tryggja tekjulágum einstaklingum aðgang að mannsæmandi húsnæði. Ljóst er að húsnæðisvandkvæði einstaklinga í dag stafar ekki af almennum húsnæðisskorti heldur af samfélagslegri misskiptingu húsnæðis í Reykjavík enda eiga ákveðnir þjóðfélagshópar vart ráð á húsnæði þrátt fyrir offramboð á almennum markaði. Þörf er á að endurskoða félagslega húsnæðiskerfið með það að leiðarljósi að finna lausnir fyrir fólk í húsnæðisvanda sem ekki á rétt á sérstökum húsaleigubótum.