Áhrif samræmdra prófa í íslensku á málfræðikennslu í 10. bekk

Haustið 2009 var í fyrsta sinn haldið samræmt könnunarpróf í íslensku í 10. bekk eftir að samræmt lokapróf var lagt niður. Athugað var hvort áhrif prófanna á málfræðikennslu í 10. bekk hefðu breyst við það. Í rannsókninnni sem hér er kynnt voru tekin viðtöl við átta íslenskukennara á unglingastigi í...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Anna Sigríður Þráinsdóttir 1968-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/7784
Description
Summary:Haustið 2009 var í fyrsta sinn haldið samræmt könnunarpróf í íslensku í 10. bekk eftir að samræmt lokapróf var lagt niður. Athugað var hvort áhrif prófanna á málfræðikennslu í 10. bekk hefðu breyst við það. Í rannsókninnni sem hér er kynnt voru tekin viðtöl við átta íslenskukennara á unglingastigi í fjórum reykvískum grunnskólum. Þeir töldu að fyrir breytinguna hefði málfræðin verið mjög fyrirferðarmikil í kennslunni og komið í veg fyrir að aðrir námsþættir íslenskunnar í aðalnámskrá grunnskóla fengju nægilegt vægi. Prófin hafi stýrt kennslunni meira en aðalnámskráin. Eftir að samræmt könnunarpróf var tekið upp fannst kennurunum þeir ekki lengur þurfa að leggja ofuráherslu á málfræði. Þeir töldu að svigrúm til fjölbreyttari kennsluhátta hefði aukist og aðrir námsþættir íslensku fengju nú meira rými í kennslunni. Aftur á móti fannst þeim erfitt að tengja málfræði við aðra þætti námsgreinarinnar og því væri nokkur hætta á að hún yrði útundan á lokaári grunnskóla. The first nationally standardized proficiency assessment tests in Icelandic for tenthgraders, after the abolition of the standardized proficiency examinations, were held in the fall of 2009. In the study presented here special attention was paid to the teaching of grammar and whether it had altered as a result of the change to the examination system. Eight Reykjavík based teachers of Icelandic were interviewed. The teachers believed that before the change of the examination system, too much emphasis was placed on grammar and that it influenced the amount of teaching possible on other areas of the Icelandic language curriculum. They also believed that the examinations controlled lesson content more than the actual curriculum. After the assessment tests were initiated, they felt they had added freedom to teach other aspects of the language and that they could now give these aspects increased attention using more varied teaching methods. However, the teachers also claimed that they found it difficult to incorporate grammar into the other fields of the ...