Meðalhitakærar sjúkdómsvaldandi Vibrio bakteríur við Ægissíðu

Markmið rannsóknarinnar var að leita að meðalhitakærum sjúkdómsvaldandi Vibrio bakteríum við Ægissíðu í Reykjavík. Áhersla var lögð á að leita að Vibrio parahaemolyticus og Vibrio vulnificus en skima aðeins eftir Vibrio Cholerae. Skoðaðar voru fjórar sýnategundir; vatnssýni, kræklingur, hrúðurkarl o...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Helga Guðrún Óskarsdóttir 1987-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/7438
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar var að leita að meðalhitakærum sjúkdómsvaldandi Vibrio bakteríum við Ægissíðu í Reykjavík. Áhersla var lögð á að leita að Vibrio parahaemolyticus og Vibrio vulnificus en skima aðeins eftir Vibrio Cholerae. Skoðaðar voru fjórar sýnategundir; vatnssýni, kræklingur, hrúðurkarl og þari, í tveimur sýnatökum. APW var notað sem auðgunaræti og þrenns konar einangrunar- og valæti; TCBS (thiosulfate-citrate-bile salts-sucrose) agar, VVA (Vibrio vulnificus agar) og VPSA(Vibrio parahaemolyticus sucrose agar). Tegundirnar voru greindar með lífefnafræðilegum greiningarprófum og sértækum vísum með PCR. V.parahaemolyticus greindist í einu sýni af átta þ.e. í vatnssýninu úr seinni sýnatökunni, og V.cholerae greindist í einu sýni af átta þ.e. í vatnssýninu úr fyrri sýnatökunni. V.vulnificus greindist ekki í neinu sýni. Ekkert var greint úr kræklinga-, hrúðurkarla- né þara sýnunum.