Starfsemi Barnavinafélagsins Sumargjafar árin 1924–1954. Uppbygging og framþróun dagvistar á barnaheimilum í Reykjavík

Ritgerð þessi fjallar um Barnavinafélagið Sumargjöf sem átti frumkvæði að uppbyggingu dagvistunar og leikskólastofnana yngri barna í Reykjavík. Í upphafi verður fjallað um hvað var gert eða látið ógert í málefnum bágstaddra barna í lok 19. aldar og fyrrihluta 20. aldar, þ.e.a.s. fram að stofnun Barn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ingibjörg Ragnheiður Hauksdóttir 1984-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/7362
Description
Summary:Ritgerð þessi fjallar um Barnavinafélagið Sumargjöf sem átti frumkvæði að uppbyggingu dagvistunar og leikskólastofnana yngri barna í Reykjavík. Í upphafi verður fjallað um hvað var gert eða látið ógert í málefnum bágstaddra barna í lok 19. aldar og fyrrihluta 20. aldar, þ.e.a.s. fram að stofnun Barnavinafélagsins árið 1924. Ýmis félagasamtök og einstaklingar áttu frumkvæði að stofnun barnaheimila fyrir bágstödd börn. Megin viðfangsefni þessarar ritgerðar er stofnun og helstu uppgangsár Barnavinafélagsins Sumargjafar. Barnavinafélagið Sumargjöf var stofnað af áhugasömum konum sem störfuðu saman innan Bandalags kvenna. Lögð verður áhersla á fyrstu 30 árin í sögu félagsins, árin 1924–1954. Helsta ástæða þess að fjallað er um þetta tímabil, er að á þeim tíma áttu sér stað miklar breytingar í uppeldismálum í Reykjavík og Barnavinafélagið vann að ýmsum nýjungum sem ekki höfðu sést áður hér á landi. Starfsemi dagheimilanna verður könnuð, skipulag, tilgangur og markmið þeirra, hvaða börn fengu inngöngu og hvaða breytingar urðu á samfélaginu í kjölfarið. Einnig verður fjallað um helstu fjárveitingar, styrki og fjáröflun á vegum félagins. Barnavinafélagið stóð að frumkvöðlastarfi á ýmsum öðrum sviðum t.d. með stofnun Uppeldis- og síðar Fóstruskóla, vöggustofa, blaðaútgáfu og fjáröflunarhátíða á sumardaginn fyrsta.