Greining og endurhönnun á Sjallareitnum á Akureyri

Markmiðið í þessu verkefni er að gera Sjallareitinn að áhugaverðu svæði sem auðgar menningu og miðbæjarlíf á Akureyri. Tilgangurinn er að þétta byggð og skapa spennandi svæði með aðdráttarafli fyrir ferðamenn sem og íbúa bæjarins. Mikil vinna hefur verið lögð í samkeppni um miðbæ Akureyrar. Þegar þe...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir 1984-
Other Authors: Landbúnaðarháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2009
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/7081
Description
Summary:Markmiðið í þessu verkefni er að gera Sjallareitinn að áhugaverðu svæði sem auðgar menningu og miðbæjarlíf á Akureyri. Tilgangurinn er að þétta byggð og skapa spennandi svæði með aðdráttarafli fyrir ferðamenn sem og íbúa bæjarins. Mikil vinna hefur verið lögð í samkeppni um miðbæ Akureyrar. Þegar þetta verkefni er unnið er Akureyrarbær að vinna deiliskipulagstillögu af miðbænum út frá niðurstöðum þeirrar keppni. Einnig hafa hugmyndir verið kynntar um skipulag á Íþróttavallarsvæðinu á Akureyri. Sjallareiturinn er inn í hvorugri þessara tillagna. Í þessu verkefni styðst höfundur við þau gögn sem til eru og skrásetur allar upplýsingar um staðhætti á svæðinu og vinnur greiningu út frá þeim. Stuðst er við hugmyndafræði Per Stahlschmidt (2001) við greiningarvinnuna. Niðurstaða greiningarinnar var sú að rýmismyndunar er mjög ábótavant og endurskipuleggja þarf allan reitinn í heild sinni með tilliti til niðurrifs og uppbyggingar í framtíðinni. Kenningar Jan Gehl og Lars Gemsøe (2004) um skipulag miðbæjar eru hafðar til hliðsjónar við gerð nýs skipulags á reitnum ásamt því að stuðst er við hugmyndafræði Trausta Valssonar (2004) um form í skipulagi við hönnunarvinnu á reitnum. Niðurstaða skipulags byggir á blandaðri byggð og gerir ráð fyrir tveim byggingum sem mynda tvö skjólsæl og sólrík rými. Nánari hönnun á svæðinu gerir ráð fyrir að annað rýmið sé garður og hitt torg. Reynt er að sameina kosti notagildis og fegurðar á svæðinu og gera reitinn að öruggari og áhugaverðu svæði sem auðgar mannlíf og menningu á Akureyri.