Skipulögð hreyfing barna á leikskólaaldri : góð heilsa er gulli betri

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Verkefni þetta er unnið sem lokaverkefni til B.Ed.-prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri vorið 2007. Fyrsti kafli er inngangur. Í öðrum kafla er fjallað um upphaf skipulagðrar hreyfingar hér á landi og helstu frumkvöðla hennar. Í þ...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ásdís Inga Sigfúsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2007
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/637
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Verkefni þetta er unnið sem lokaverkefni til B.Ed.-prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri vorið 2007. Fyrsti kafli er inngangur. Í öðrum kafla er fjallað um upphaf skipulagðrar hreyfingar hér á landi og helstu frumkvöðla hennar. Í þriðja kafla er fjallað um líffræðilegan þroska mannsins. Fjórði kafli er um ábyrgðina, en það er á höndum margra að sjá til þess að börn landsins þroskist eðlilega og fái markvissa hreyfingu. Má þar bæði nefna leikskólakennara og íþróttakennara fyrir utan foreldrana. Fimmti kafli snýr að úrvinnslu á rannsókn sem gerð var í fimm leikskólum á Akureyri um hreyfingu barna. Í sjötta kafla eru niðurstöður rannsóknarinnar kynntar. Framtíðarsýn höfunda er í sjöunda kafla og lokaorðin eru í áttunda kafla. Forn-Grikkir voru fyrstir til að uppgötva það að líkami og sál verða að vinna saman og þeir lögðu mikla áherslu á þetta samspil. Á árunum 1906-1912 var mikil gróska í íþróttum á Íslandi en árið 1912 var Íþróttasamband Íslands stofnað. Það að við getum skriðið, klifrað, gengið og hoppað eru hreyfiviðbrögð sem gegna því hlutverki að færa okkur úr stað. Þegar forfeður okkar skriðu á land og fóru að ganga uppréttir þurftu þeir að yfirvinna þyngdarkraftinn og eiga sum viðbrögð rætur á því þróunarstigi. Það ætti að leyfa börnum að hamast og nota líkamann sem stóra og samhæfða heild. Þau þurfa á margþættri reynslu að halda á sviði grófhreyfinga. Börn þurfa líkamlega áreynslu til að vaxa og þroskast eðlilega og regluleg hreyfing minnkar líkur á geðrænum vandamálum og bætir sjálfstraustið. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að 56% leikskólabarna stunda íþróttir á vegum íþróttafélags og 66%, sem stunda skipulagðar íþróttir, velja fimleika sem íþróttagrein.