Reynsla sjúklinga af heilsufarstengdu sjálfsmati og endurhæfingu í verkjaskólanum í Kristnesi.

Rannsóknin: Í verkjaskólanum í Kristnesi sem er starfræktur innan endurhæfingardeildar Sjúkrahússins á Akureyri hafa sjúklingar skráð og metið eigið heilsufar á sérstök eyðublöð. Blöðin og vinnulagið sem þeim tengist byggja m.a. á hugmyndafræði um einstaklingsmiðaða nálgun, gagnvirk samskipti, samei...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Inga Steinlaug Hauksdóttir, Petra Þórunn Sigfúsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/5815
Description
Summary:Rannsóknin: Í verkjaskólanum í Kristnesi sem er starfræktur innan endurhæfingardeildar Sjúkrahússins á Akureyri hafa sjúklingar skráð og metið eigið heilsufar á sérstök eyðublöð. Blöðin og vinnulagið sem þeim tengist byggja m.a. á hugmyndafræði um einstaklingsmiðaða nálgun, gagnvirk samskipti, sameiginlegri ákvarðanatöku og á því að byggja hjúkrun á þeirri merkingu sem sjúklingar leggja í aðstæður sínar. Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar sem er fyrirbærafræðileg var annars vegar að kanna reynslu sjúklinga af því að fylla út sjálfsmatseyðublöðin og meta þannig heilsufarstengda þætti og hins vegar að kanna reynslu sjúklinga af þeirri meðferð sem verkjaskólinn hefur að bjóða. Rannsóknarspurningar: Settar voru fram tvær rannsóknarspurningar: 1. Hver er reynsla sjúklinga í endurhæfingu af heilsufarstengdu sjálfsmati? 2. Hver er reynsla sjúklinga af endurhæfingu verkjaskólans í Kristnesi? Aðferð: Við gerð rannsóknarinnar var notast við rannsóknaraðferð Vancouver-skólans í fyrirbærafræði. Tekin voru opin viðtöl við fjóra sjúklinga sem síðan voru greind í þemu og sett upp í greiningarlíkön. Niðurstöður: Aðalþemað í geiningarlíkani I sem fjallar um reynslu sjúklinga af sjálfsmatinu var: Jákvæð upplifun af sjálfsmati en þörf á umræðu. Meginþemun voru: Áhrif á samskipti og óljós tilgangur með sjálfsmatinu. Í greiningarlíkani II sem lýsir reynslu sjúklinga af endurhæfingunni í verkjaskólanum var aðalþemað: Stuðningur og umhyggja. Meginþemun voru: Sameiginleg ákvarðanataka, einstaklingsmiðuð nálgun, ánægja með samskipti og aðgengi að starfsfólki, hvatning, hvíld og of miklar væntingar. Ályktanir: Reynsla sjúklinga af sjálfsmatinu og endurhæfingunni í verkjaskólanum er jákvæð en það mætti gefa þeim betra tækifæri á umræðum um sjálfsmatið. Einnig þyrfti að útskýra markmið sjálfsmatsins betur fyrir sjúklingum svo þeir upplifi virka þátttöku og sameiginlega ákvarðanatöku í endurhæfingarferlinu. Sjálfsmatið hefur samt sem áður góð áhrif á samskipti milli sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks. Lykilhugtök: Sjálfsmat, endurhæfing, ...