Innleiðing á velferðartækni. Breytingarstjórnun í nýsköpunar- og þróunarverkefninu Hátindur 60+

Hröð fjölgun eldra fólks á Íslandi setur aukinn þrýsting á heilbrigðiskerfi og velferðarþjónustu og kallar á nýjar nálganir. Lausnum á sviði velferðartækni og fjarheilbrigðisþjónustu er ætlað að styðja við eldra fólk sem vill og getur búið lengur heima og auka sjálfstæði þeirra við daglegt líf. Erle...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Árni Kár Torfason 1977-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/1946/48504
Description
Summary:Hröð fjölgun eldra fólks á Íslandi setur aukinn þrýsting á heilbrigðiskerfi og velferðarþjónustu og kallar á nýjar nálganir. Lausnum á sviði velferðartækni og fjarheilbrigðisþjónustu er ætlað að styðja við eldra fólk sem vill og getur búið lengur heima og auka sjálfstæði þeirra við daglegt líf. Erlendar rannsóknir sýna að velferðartæknilausnir virðast geta lengt þann tíma sem eldra fólk getur búið á eigin heimili, aukið öryggi, sjálfstæði og bætt þannig lífsgæði. Fjallabyggð fór af stað með verkefni sem kallast Hátindur 60+ með það markmið að taka upp nýsköpunarlausnir í velferðarþjónustu til að styðja við eldra fólk heima fyrir með samþættri velferðar- og heilbrigðisþjónustu. Í sveitarfélaginu býr hátt hlutfall fólks 60 ára og eldra og þótti svæðið því tilvalið til að fara í þróunarverkefni með þessar áherslur. Markmið þessarar rannsóknar var að greina breytingarferlið í verkefninu Hátindur 60+ út frá kenningum um breytingarstjórnun og skoða hver upplifun þeirra sem áttu að leiða breytingarnar voru af ferlinu. Niðurstöður benda til þess að samþætting félags- og heilbrigðisþjónustu hafi náðst með því að setja af stað úthringiver þar sem fjarþjónusta með myndsímtölum gegnum snjalltæki er notuð til að eiga samskipti við notendur. Breytingarferlið í verkefninu var í grunninn í samræmi við 8 þrepa líkan Kotter um árangursríkar breytingar. Viðmælendur rannsóknarinnar telja að samstarf og upplýsingagjöf hafi stóraukist milli félags- og heilbrigðisþjónustunnar í sveitarfélaginu og náðst hafi með því árangur og samþætting þjónustu. Viðmælendur telja að notendur upplifi þjónustuna jákvæða og að hún auki öryggi þjónustuþega, minnki einangrun og styðji fólk við að búa lengur heima. Árangur náðist að sama skapi með upptöku lyfjaskammtara sem styður við öryggi og sjálfstraust þeirra íbúa sem tóku upp þessa nýju tækni. The rapidly increasing number of elderly people in Iceland puts increased pressure on the health system and welfare services. Solutions in the field of welfare technology and telehealth services are intended ...