Þorskútflutningur og helstu viðskiptalönd

Í þessu verkefni fer höfundur yfir upphaf, þróun og núverandi stöðu þorskútflutnings frá Íslandi. Lesandinn er einnig fræddur um þorsk, lífsferil hans og framtíðarhorfur við Íslandsstrendur. Þorskútflutningur hefur alltaf verið mikilvægur Íslendingum og er velgengni þjóðarinnar oft samstíga þróun á...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jón Magnús Guðmundsson 1987-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/47927
Description
Summary:Í þessu verkefni fer höfundur yfir upphaf, þróun og núverandi stöðu þorskútflutnings frá Íslandi. Lesandinn er einnig fræddur um þorsk, lífsferil hans og framtíðarhorfur við Íslandsstrendur. Þorskútflutningur hefur alltaf verið mikilvægur Íslendingum og er velgengni þjóðarinnar oft samstíga þróun á vinnsluaðferðum og auknum útflutningsverðmætum vegna hans. Vinnsluaðferðir hafa breyst í tímans rás, fyrst um sinn var allur þorskur þurrkaður og fluttur út sem skreið. Eftir það fóru Íslendingar að salta fiskinn og mynduðust þá sterk viðskiptatengsl við þjóðir í Suður-Evrópu. Seinna fóru Íslendingar að ísa aflann og frysta og er þorskur fluttur út í öllum þessum formum í dag. Höfundur fjallar um helstu útflutningslönd eins og Frakkland, Bandaríkin, Bretland, Spán og Nígeríu og á hvaða formi þorskurinn er seldur þangað. Þá eru útflutningslöndin borin saman hvað varðar útflutningsverðmæti og mikilvægi. Markmið verkefnisins er að athuga hvort hægt sé að auka verðmæti sem Íslendingar fá fyrir þorsk með því að leggja áherslu á eitthvað markaðsvæði frekar en annað. Var niðurstaðan sú að Íslendingar eru á góðri leið og mikilvægt sé að dreyfa áhættunni í útflutningnum. Hin ýmsu tækifæri eru opin en helsta verkefni næstu ára er að halda áfram stöðugu framboði af þorski allt árið um kring. In this project, the author reviews the beginning, development and current status of cod exports from Iceland. The reader is also educated about cod, its life cycle and future prospects in the sea surrounding Iceland. Cod exporting has always been important to Icelanders, and the nation's success often goes together with the development of processing methods and increased export value. Processing methods have changed over time, at first all cod was dried and exported as dried round fish. After that, Icelanders began to salt the fish and formed strong trade relations with nations in Southern Europe. Later, Icelanders began to ice and freeze the catch and now cod is exported in all these forms. The author discusses the main export countries ...