„Ofbeldisseggir tóku völdin.“ Hvernig varpa rannsóknir á mótmælum almennt ljósi á mótmælin á Íslandi í janúar 2009

Mótmælin sem áttu sér stað á Íslandi í janúar 2009 eru fólki án efa enn fersk í minni. Mótmælin stóðu yfir í nokkra daga og voru að mestu fyrir framan Alþingishúsið í Reykjavík. Þessi ritgerð mun fjalla um þau og hvernig rannsóknir á mótmælum almennt varpa ljósi á þessi ákveðnu mótmæli. Ég skoða val...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ásrún Bjarnadóttir 1985-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/4787
Description
Summary:Mótmælin sem áttu sér stað á Íslandi í janúar 2009 eru fólki án efa enn fersk í minni. Mótmælin stóðu yfir í nokkra daga og voru að mestu fyrir framan Alþingishúsið í Reykjavík. Þessi ritgerð mun fjalla um þau og hvernig rannsóknir á mótmælum almennt varpa ljósi á þessi ákveðnu mótmæli. Ég skoða valdbeitingu í nútímanum og hvernig fjölmiðlar hafa áhrif á umræðuna sem er í samfélaginu. Ég greini í stuttu máli nokkrar greinar sem birtust á mbl.is á þeim tíma er mótmælin stóðu sem hæðst. Ég nota bæði fræðilegar heimildir og greinar af vef Morgunblaðsins við gerð ritgerðarinnar. Niðurstaða mín er sú að vald og yfirráð hafa sett okkur í stöðu sem við ráðum ekki við. Við mótmæltum ríkisstjórn okkar vegna þess að heimur okkar breyttist skyndilega án fyrirvara, fyrirvarinn var til staðar en almenningur fékk ekki að heyra hann. Stofnanir landsins hættu að vinna saman sem varð til þess að samfélagið brást og í framhaldinu kom kreppa.