„Ég er svo duglegur að lesa“ : starfendarannsókn um íhlutun fyrir nemendur með lestrarvanda út frá hugmyndafræði Byrjendalæsis

Þessi rannsókn er starfendarannsókn með íhlutun fyrir nemendur með lestrarvanda. Ég starfa sem umsjónarkennari í 2. bekk í Árskóla á Sauðárkróki þar sem starfsfólk á yngsta stigi vinnur eftir hugmyndafræði Byrjendalæsis. Ég framkvæmdi þessa starfendarannsókn frá 17. nóvember 2023 til 5. mars 2024. Í...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Fanney Rós Konráðsdóttir 1998-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/47821
Description
Summary:Þessi rannsókn er starfendarannsókn með íhlutun fyrir nemendur með lestrarvanda. Ég starfa sem umsjónarkennari í 2. bekk í Árskóla á Sauðárkróki þar sem starfsfólk á yngsta stigi vinnur eftir hugmyndafræði Byrjendalæsis. Ég framkvæmdi þessa starfendarannsókn frá 17. nóvember 2023 til 5. mars 2024. Í rannsókninni leitaðist ég við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: Get ég sem kennari haft áhrif á lestrarframmistöðu nemenda sem voru undir viðmiði 1 í lesfimiprófi MMS við lok 1. bekkjar með því að hafa þá í sérstakri íhlutun í Byrjendalæsi? Til að falla innan ramma íhlutunarhóps þurftu nemendur að hafa verið undir viðmiði 1 í lesfimiprófi Menntamálastofnunar við lok 1. bekkjar vorið 2023. Íhlutunin var fyrir níu nemendur og fór fram í Byrjendalæsistímum. Ég vann náið með nemendum á meðan á íhlutuninni stóð og setti upp fimm kennsluáætlanir yfir íhlutunartímabilið í samræmi við skipulag Byrjendalæsis. Tvenns konar gögnum var safnað, annars vegar gögnum til að meta framfarir nemenda og hins vegar til að meta fyrirkomulag kennslu. Ég hélt dagbók þar sem ég skráði þá vinnu sem fór fram með nemendum á meðan á íhlutun stóð. Einnig var stuðst við niðurstöður úr Lesskimun - Leið til læsis sem lögð var fyrir nemendur í október 2022 ásamt niðurstöðum úr lesfimiprófi Menntamálastofnunar sem lagt er fyrir nemendur þrisvar sinnum á skólaári. Við upphaf og lok íhlutunar var Raddlestrarpróf Margrétar Þorvaldsdóttur sem kallað er Akranesprófið lagt fyrir nemendur ásamt því að stafakönnun MMS var lögð fyrir þá á sama tíma. Mjög vel gekk að tengja vinnu nemenda í íhlutunarhópi við Byrjendalæsisvinnuna í bekknum. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna góðar framfarir hjá nemendum á íhlutunartímanum og benda til þess að íhlutunin hafi haft jákvæð áhrif á námsframvindu þeirra. This research is an action research with an intervention for students with reading difficulties. I work as a teacher in 2nd grade at Árskóli in Sauðárkrókur where the staff of primary education works according to the concept of Byrjendalæsi (literacy for ...