Summary: | Nauðung og þvingun eru hugtök sem notuð eru yfir aðferðir sem stundum eru notuð í búsetuúrræðum fyrir fólk sem þarf aðstoð og umönnun daglega. Þegar starfsmaður úrræðis notar nauðung og þvingun fjarlægir hann sjálfsákvörðunarrétt viðkomandi án þeirra samþykkis eða dregur svo úr þeim rétti að það flokkast sem nauðung og þvingun, jafnvel þó þjónustunotandinn mótmæli ekki. Þessi rannsókn kannar umfang og gerð nauðungar sem notuð er í búsetuúrræðum fyrir fólk með fötlun á Íslandi. Þátttakendur voru 84 yfirmenn þess konar búsetuúrræða. Þeir svöruðu stafrænum spurningalista sem innihélt 17 spurningar og þar af 13 sem komu inn á að verða vitni að eða nota nauðung og þvingun en einnig hvort vinnustaðirnir veittu starfsfólki fullnægjandi þjálfun og fræðslu um nauðung og þvingun. Niðurstöðurnar gefa til kynna að nauðung og þvingun eigi sér stað án viðeigandi heimildar til þess að beita þeim aðferðum. Enn fremur gefa niðurstöðurnar til kynna að þjálfun og fræðsla starfsmanna varðandi efnið sé ekki alltaf fullnægjandi en marktækur munur var á milli landshluta í þeim efnum. Það væri áhugavert að rannsaka betur sambandið milli þjálfunar og fræðslu og þess að nota nauðung og þvingun. Lykilorð: Þvingun, nauðung, fötlun, búsetuúrræði, þjálfun, fræðsla Force and coercion are terms that refer to methods that are sometimes used in community settings where people live who need assistance on a daily basis. When an employee uses force and coercion, they take away a person’s right of self-determination without their consent or narrow it down so much that it is defined as force and coercion, even though the person might not object. This study examines the magnitude and type of coercion used in community settings in Iceland for people with psychological and developmental disabilities. The participants were 84 supervisors working in community settings. They answered an online questionnaire containing 17 questions, 13 of them concerning witnessing or using force and coercion and whether the community settings provided satisfactory ...
|