„Sápmi fyrir Sama!“: Áhrif vindmyllugarða á líf og menningu Sama í Noregi

Samar, frumbyggjaþjóð Fennóskandíu, eru minnihlutahópur í Noregi og hafa samfélög þeirra mátt þola mismunun af hendi norskra stjórnvalda öldum saman. Ein birtingarmynd þess óréttlætis eru áhrif uppbyggingar vindmyllugarða í Noregi á líf og menningu Sama. Í þessari ritgerð verður fjallað um þau áhrif...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Bjartey Unnur Stefánsdóttir 2001-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/46160
Description
Summary:Samar, frumbyggjaþjóð Fennóskandíu, eru minnihlutahópur í Noregi og hafa samfélög þeirra mátt þola mismunun af hendi norskra stjórnvalda öldum saman. Ein birtingarmynd þess óréttlætis eru áhrif uppbyggingar vindmyllugarða í Noregi á líf og menningu Sama. Í þessari ritgerð verður fjallað um þau áhrif ásamt mikilvægi inngildingar minnihlutahópa í ákvarðanatökuferli þeirra umhverfismála er þá varða. Í fræðikafla ritgerðarinnar verður farið yfir kenningasjónarhorn hreyfinga loftslagsréttlætis, gagnrýninna kynþáttakenninga og eftirlendustefnunnar. Saman mynda hugmyndir þessara kenningaskóla greiningarramma sem varpar ljósi á þá mismunun sem Samar hafa orðið fyrir af hálfu yfirvalda í Noregi í tengslum við uppbyggingu vindmyllugarða þar í landi. Greining leiðir í ljós að vindmyllugarðarnir og framkvæmdir við uppbyggingu þeirra hafa haft neikvæð áhrif á þau samísku samfélög sem stunda hreindýrabúskap á svæðunum en sú iðja er hluti af lagalega varinni menningararfleifð Sama. Þá er ljóst að skortur á inngildingu samískra samfélaga í ákvarðanatökuferli þeirra umhverfismála sem uppbygging vindmyllugarða er og skeytingarleysi norskra yfirvalda gagnvart réttindum Sama hefur ýtt enn frekar undir jaðarsetningu samfélaga þeirra og þar með haft neikvæð áhrif á líf og menningu Sama í Noregi. The indigenous Saami peoples of Fennoscandia are a minority group in Norway which have endured discrimination at the hands of the Norwegian government for centuries. One manifestation of that injustice is the impact of the development of windmill parks in Norway on the lives and cultures of the Saami peoples. This essay discusses this impact along with the importance of the inclusion of minority groups in the decision-making process of environmental issues that concern them. The theoretical approach of the essay consists of the perspectives of environmental justice movements, critical race theory, and post-colonialism. Together, these ideas form an analytical framework that elucidates the discrimination experienced by the Saami peoples in ...