Endurnýjun athafnasvæða á Akureyri. Hönnunartillaga fyrir Gránufélagsreitinn

Örar tæknibreytingar síðustu alda í kjölfar iðnvæðingar hafa haft varanleg áhrif á þróun borgarsamfélaga. Þróun og framgangur sjávarútvegs var að mörgu leyti driffjöður í þróun samfélags á Íslandi á síðustu öld. Með framvindu iðnvæðingar á heimsvísu síðastliðna áratugi - sérstaklega á Vesturlöndum,...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Pétur Guðmundsson 1995-
Other Authors: Landbúnaðarháskóli Íslands
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/44808
Description
Summary:Örar tæknibreytingar síðustu alda í kjölfar iðnvæðingar hafa haft varanleg áhrif á þróun borgarsamfélaga. Þróun og framgangur sjávarútvegs var að mörgu leyti driffjöður í þróun samfélags á Íslandi á síðustu öld. Með framvindu iðnvæðingar á heimsvísu síðastliðna áratugi - sérstaklega á Vesturlöndum, hefur hefðbundinn iðnaður og tengd athafnastarfsemi innan þéttbýla víða skerst eða lagst niður. Því standa nú víða auð athafnarsvæði eftir innan bæja og borga. Með því að svæðin verða bæði auð og yfirgefin, myndast hin ýmsu vandamál. Svæðin eru berskjölduð gegn hækkandi sjávarmáli og auknu regni, ásamt því sem þau stuðla ekki að auknum útivistar- og dvalartækifærum fyrir íbúa nærumhverfa þessara svæða. Að sama skapi fara efnahagsleg tækifæri forgörðum fyrir nærsamfélagið að svæði sem annars gætu verið í rekstri séu ónýtt. Þessum svæðum þarf að vera fundin endurnýjun og gefin ný hlutverk í takt við breytt samfélög. Í þessari ritgerð er Gránufélagsreiturinn á Akureyri tekinn til skoðunar með því að takmarki að þróa hönnuartillögu fyrir reitinn. Hönnunartillagan er byggð á fræðilegri samantekt ásamt greiningarvinnu fyrir reitinn sem eru kynnt hér í ritgerðinni. Svæðið er eitt helsta athafnasvæði Akureyrar, og hefur umræða vaxið síðastliðin ár um nauðsyn þess að endurnýja svæðið. Unnið var rammaskipulag fyrir Oddeyri meðfram núgildandi aðalskipulagi Akureyrar - og er það því útgangspunktur fyrir alla uppbyggingu á austanverðri Oddeyri. Gránufélagsreiturinn hefur sömuleiðis verið í deiglunni síðastliðin ár, ýmist vegna sjávarflóða eða stórkarlalegra hugmynda um uppbyggingu á reitnum. Að sama skapi er byggðin á Oddeyri hönnuð eftir hefðbundnu 19. byggðarmynstri, og því eitt elsta hverfi Akureyrar. Sjónarmið um staðaranda, hverfisverndun og iðnaðartengda arfleifð svæðisins eru því mikilvægar og vert að taka inn í alla umhverfismótun á Gránufélagsreitnum. Framtíðaruppbyggingu á austanverðri Oddeyri hefur því verið fundin farvegur í gegnum rammaskipulag fyrir hverfið frá árinu 2018. Þar er Gránufélagsreitnum lýst sem ...