Mannlíf Grasagarðsins í Reykjavík. Notkun og viðhorf gesta

Grasagarðurinn í Reykjavík gegnir því tvíþætta hlutverki að vera grænt svæði í borgarumhverfi okkar og einnig plöntusafn undir berum himni. Garðurinn er opinn allan ársins hring. Markmið verkefnisins er að kanna viðhorf og notkun gesta hans. Til þess voru settar fram spurningar með gæðamatsflokkun P...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sóley Ósk Sigurgeirsdóttir 1976-
Other Authors: Landbúnaðarháskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/44635
Description
Summary:Grasagarðurinn í Reykjavík gegnir því tvíþætta hlutverki að vera grænt svæði í borgarumhverfi okkar og einnig plöntusafn undir berum himni. Garðurinn er opinn allan ársins hring. Markmið verkefnisins er að kanna viðhorf og notkun gesta hans. Til þess voru settar fram spurningar með gæðamatsflokkun Patrik Grahn og athafnaflokkun Jan Gehl til hliðsjónar. Spurningarkönnun var framkvæmd á tveimur ólíkum tímabilum, annars vegar yfir vetrartímann og hins vegar yfir sumartímann. Með könnuninni var ætlunin að finna út hvaða ástæður lægju að baki heimsóknum fólks í Grasagarðinn, hvernig fólk notaði hann og viðhorfi gesta til hans. Grasagarðurinn er fjölfarinn, bæði yfir vetrar-og sumartímann. Könnunin leiddi í ljós að gestir garðsins nota hann í ýmsum tilgangi og þá helst til að komast í náttúru, hreyfa sig, fræðast og fyrir sálræna þætti eins og hugarró. Fleiri konur en karlar heimsækja garðinn og gestir koma gjarnan í garðinn í litlum hópum. Gestir dvelja lengur í garðinum yfir sumartímann en vetrartímann og koma lengra að. The Reykjavik Botanic Garden has the dual role of serving as green area in our urban environment and as an open-air botanical museum. The park is open all year round. The aim of the thesis is to explore the usage and perspective of the garden’s visitors. For the purpose, questions were formulated based on Patrik Grahn’s quality assessment classification and Jan Gehl's activities classification. A survey was conducted in two different periods, one during the winter and the other during the summer. The goal of the survey was to find out the reasons behind people visiting the Reykjavik Botanical Garden, how people use the garden and the perspective of its visitors. The Reykjavik Botanical Garden is busy, both during the winter and the summer. The survey revealed that the park's visitors use it for various purposes, mainly to experience nature, exercise, study and for psychological reasons such as peace of mind. The garden is more frequently visited by women than men and many visitors come to the park ...